340. Jóla-dagligdags – 71. hluti

12 Des

Komið að næsta glugga í jóladagatalinu – spennan gífurleg…

Mér finnst persónulega mjög gaman að fólki sem setur inn video á youtube af sjálfu sér að syngja/mæma við hitt og þetta. Ég rakst á ansi sætan austurískan strák, Marco Konegger 10 ára, að syngja um uppáhalds hreindýrið sitt.

7. Rudolf, das Kleine Rentier – Marco Konegger. Yndislega hallærislegt og asnalegt finnst eflaust mörgum, en það er eitthvað skemmtilegt við að syngja á þýsku – prófiði bara!

Auglýsingar

6 svör to “340. Jóla-dagligdags – 71. hluti”

 1. Rosa desember 12, 2008 kl. 12:57 #

  Jeminn… kruttid, verst eg tharf ad hlusta a thetta mute thar sem thad er ekki vel sed ad hafa „ohljod“ a bokasafninu

 2. Eyrún Ellý desember 12, 2008 kl. 13:03 #

  hahaha, þú missir af dálítið mögnuðum söng skal ég segja þér! 😉 og höfuðhreyfingum í takt við tónlistina…

 3. Guðrún Rúts desember 12, 2008 kl. 13:35 #

  djísús! Þetta var nú krúttlega korní! Hann var alveg hreint yndislegur í byrjuninni. Ef ég hefði gert svona myndband á hans aldri hefði það örugglega orðið alveg eins 🙂

 4. Hlíf desember 12, 2008 kl. 14:14 #

  En þetta er eitthvað svo professional…. ég meina, bakgrunnurinn og alles! Þessi strákur hefur örugglega átt að sigra heiminn

 5. Hilla desember 12, 2008 kl. 17:24 #

  Allveg var þetta video til að bjarga mér frá myglu fyrir kenningum um nýskipan í ríkisrekstri!

  Ótrúlega krútlegt eitthvað en lygilega hallærislegt í leiðinni. Hann var greinilega með vel æfða kóreógrafíu, hann benti alltaf upp í loftið þegar hann söng um stjörnuna, benti á nefið á sér þegar hann söng um rauða nef Rúdólfs og grét og allar græjur. Hefði viljað sjá gott múf með viele Fraunde, það kom svo oft fyrir í laginu.

  Það er náttúrlega synd fyrir Rósu að hafa ekki getað hlustað á sönginn því hann var yndislega falskur á kölfum með ákveðnum Eurovision þemum í ákveðnum endingum. Akúrat eins og svo oft gerist í þegar sungið er á þýsku í keppninni.

  Svo fór ég nú að hugsa um tiltil lagsins og hvernig hann þýist frá ensku yfir á þýsku. Rudolf the red nose reindeer eða Rúdolf með rauða nefið yfir í Rudolf das Kleine Rentier sem þýðist jú Litla hreindýrið Rúdolf. Hvernig ætli þetta sé á dönsku, frönsku eða ítölsku?

 6. Hilla desember 12, 2008 kl. 17:42 #

  Ég var annars að renna yfir bókalistann þinn, er enn að forða mér frá nýskipaninum í ríkisrekstri! Mér finnst gaman að skoða hvað þú telur góðar bækur og það sem þú ætlar þér að lesa. Sumt er ég búin að lesa og annað myndi mér aldrei detta í hug að lesa! T.d. Guðberg Bergsson, í hvert einasta skipti sem ég reyni að lesa hann drepst ég úr leiðindum.

  Ég er búin að lesa meira af íslensku bókunum en heimsbókmenntunum. Ég myndi mæla með því að lesa einnig þriðju bók Ævars Arnar Blóðberg. Eins fannst mér merkilegt að þú skyldir velja Eldfórinina eftir Vilborgu Davíðs umfram annað sem hún hefur skrifað. Eldfórnin er vissuelga góð bók en það er líka Galdur svo ekki sé talað um hennar nýjustu, Hrafninn! Svo held ég alltaf tryggð við bókina Við Urðabrunn.

  Þegar ég rendi yfir heimsbókmenntalistann og sá að sumar hef ég lesið en man ekki eftir eins og Veröld Soffíu og Brave new world! Ég sá að þú hefur feitletra Óbærilegan léttleika tilverunnar og Martin og Victoru. Mæli mjög með báðum bókum. Framhaldið af Martin og Victoriu var þó ekki eins gott en hina gat ég lesið endalaust á unglingsárunum. Svo mæli ég með að kíkja á bókmenntir Tove Dittlevsen. Gift tók mig taki þegar ég las hana á sínum tíma!

  Svo leikur mig forvtini á að vita af hverju þú velur þessar fjórar bækur Jane Austin!

  Jæja er ég víst neydd til að fara aftur að hugsa um nýskipan í ríkisrekstri…….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: