9 Feb

Söngvakeppni Sjónvarpsins verður haldin næstkomandi laugardagskvöld 14. febrúar. Er þetta lokaútsláttarkeppnin og framlagið sem kosið verður fer fyrir Ísland til Moskvu í maí. Samkvæmt lauslegum útreikningum mínum er þetta í 16. skipti af 21 sem forkeppni er haldin og nú er hún haldin fjórða árið í röð.

Ég verð að segja að mér finnst mun meira fútt í því að halda forkeppni þó að kannski hafi undanfarnar keppnir farið alveg yfir strikið í umfangi. Það er yfrið nóg að halda litla og pena keppni til að gefa höfundum færi á að senda inn lög og áhorfendum tækifæri til að kjósa sitt uppáhald.

Að þessu sögðu verð ég þó að segja: Keppnin í ár er þunnur þrettándi! Hef sjaldan heyrt jafn mörg lög samankomin sem jafnlítið er varið í. Og þrátt fyrir það er nú búið að velja 8 lög af 217 til að kjósa um! Úff…

Hvað um það, ætla að spá örlítið í hverju lagi fyrir sig:

Got No Love
Lag: Örlygur Smári
Texti: Örlygur Smári & Sigurður Jónsson
Flytjandi: Elektra

Er þetta ekki talið sigurstranglegast? Örlygur Smári ætlar að taka keppnina með trompi annað árið í röð, hann samdi This Is My Life! Mér finnst konseptið fullklént, að steypa kvennaband í kringum Hara-systur. Eitthvað við þær sem mér finnst off! Mér fannst frammistaðan ekki það góð á sviðinu, þær voru dáldið falskar og kjánalegar á hælunum sínum. Það þarf mikið að gera fyrir atriðið til að ég kjósi þær á lokakvöldinu…

I Think the World of You
Lag: Hallgrímur Óskarsson
Texti: Hallgrímur Óskarsson
Flytjandi: Jógvan Hansen

Verð að segja að þetta er það lag af þessum átta sem ég hef fengið á heilann, tja sem ég hef yfir höfuð getað rifjað upp! Það er oft talið gæðamerki enda er Hallgrímur gamalreyndur Evróvisjón-refur. Jógvan skilar þessu vel enda þrususöngvari. Svo finnst mér tilhugsunin um að senda Færeying í aðalkeppnina notaleg fyrir íslensku þjóðarsálina! Gæti farið upp í skuldina okkar við Færeyjar!

Easy to Fool
Lag: Torfi Ólafsson
Texti: Þorkell Olgeirsson
Flytjendur: Arnar, Edgar, Sverrir og Ólafur

Kúrekahattarnir setja punkt yfir i-ið. Þetta lag er jafnlitlaust og hallærislegt og það leit út fyrir að vera um leið og ég sá þá félagana á sviðinu. Fjórir gaurar, tveir með gítara og hinir raulandi Luxor-gæjar. Æjjjj….

Lygin ein
Lag: Albert G. Jónsson
Texti: Albert G. Jónsson
Flytjandi: Kaja Halldórsdóttir

Hilla segir mér að þessi lagahöfundur hafi sent lagið Sá þig í keppnina 2003. Miklum mun betra lag en þetta. Fannst lagið mjög flatt, alveg laust við hápunkta né nokkuð annað minnisstætt og söngkonan bara svona lala. Komst klárlega áfram á lookinu, pía í leðurgalla – klikkar það nokkuð?

Undir regnbogann
Lag: Hallgrímur Óskarsson
Texti: Eiríkur Hauksson
Flytjandi: Ingó

Flipp keppninnar. Mér finnst það skemmtilegt enda forfallinn unnandi skrítinna Evróvisjón-laga! Lagið er svona danskt “ligeglad” lag. Ingó úr Veðurguðunum raular melódíu, tveir kvendansarar íklæddir lúðrasveitarbúningum rölta um sviðið með túbu og stóra trumbu og fjórar hræðilegar bakraddir eru ómissandi. Bara skemmtilegt djók, Ingó mætti syngja ögn betur.

Vornótt
Lag: Erla Gígja Þorvaldsdóttir
Texti: Hilmir Jóhannesson
Flytjandi: Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Hólm

Krúttlegt lítið lag sem ung stelpa úr FÍH syngur. Lítur út fyrir að vera 14 ára en er víst 19. Lagið er dálítið sérstakt og ég hjó strax eftir því. Finnst ólíklegt að það verði til stórræðanna á lokakvöldinu en maður veit þó aldrei.

Is It True
Lag: Óskar Páll Sveinsson
Texti: Óskar Páll Sveinsson
Flytjandi: Jóhanna Guðrún Jónsdóttir

Hvað skal segja? Ágætislag svo sem, early Celine Dion… Fannst samt óþarfi að Jóhanna Guðrún tæki Celine bara alla leið, með slöngulokkana og glitrandi kjólinn. Hún var ekki sannfærandi í því hlutverki og það kom niður á flutningnum þó að söngurinn væri góður. Fær ekki mitt atkvæði.

The Kiss We Never Kissed
Lag: Heimir Sindrason
Texti: Ari Harðarson
Flytjandi: Edgar Smári

Lag eftir tannlækninn frænda minn, get ekki sagt að þetta sé minn tebolli. Ágætis söngvari þó. Lagið sem ég gleymi alltaf að sé með í keppninni.

– væri gaman að heyra hvað ykkur finnst um úrvalið í ár í kommentakerfinu…

Auglýsingar

13 svör to “”

 1. Helga febrúar 10, 2009 kl. 16:03 #

  Ég fæ engan botn í það hvernig þú nennir að gera þessar heiftarlegu Eurovision-færslur! Ég hef ekki hlustað á eitt einasta lag sem keppir í ár, því meeeður.

 2. Eyrún Ellý febrúar 10, 2009 kl. 16:05 #

  Evróvisjón er list, þú verður að skilja það, veena!

 3. Helga febrúar 10, 2009 kl. 16:09 #

  Ég er augljóslega ekki jafn listræn og þú.

 4. Erla J febrúar 10, 2009 kl. 23:40 #

  Ok, er ekki búin að lesa þetta. varð bara að komenta á lúkkið. Vó mar.

 5. Erla J febrúar 10, 2009 kl. 23:52 #

  Núna er ég búin að lesa þetta og er nokkuð sammála. Gæti vel trúað að Elektra taki þetta en mér finnst Jóhanna flottust, smekkleg laglína og mjög vel flutt. Svo eru vinkonur mínar í bakröddum og þá hef ég mjög góða ástæðu fyrir því að ferðast til Rússlands. Jógvan ætti kanski möguleika ef hann væri aðeis betri söngvari. Hitt lagið eftir Hallgrím er víst frekar stolið frá öðru og þá er ég ekki bara að tala um laglínuna heldur allt atriðið!! Eitt í lokin, hún Hreindís sem syngur Vornótt er 19 ára og verður 20 ára 1. mars. Jebb, þekki líka bakraddirnar í því lagi, og náttúrlega hana Hreindísi 🙂 En það er mjög erfitt að spá um þetta, öll lögin bara svona lala svo það verður spennandi að sjá hvernig fer á laugardainn.

 6. Hilla febrúar 11, 2009 kl. 09:13 #

  Við erum nokkuð sammála í megin dra´ttum sé ég Eyrún! En það sem skilur okkur að að þér finnst skrítunu Euro lögin skemmtileg en mér finnst Europoppið ómissandi :o) Ég er þess fullviss um að Elektra taki þetta en Jógvan mun veita þeim harða samkeppni. Jóhanna Guðrún mun koma fast á hælana. Kaja og Ingó veðurguð gætu gert ágætla hluti líka.

  Ég var bara ekki búin að hugsa út í það en ég er allveg sammála þér með Hara systur. Þær voru hálf undarlegar í hælunum á sviðinu um daginn. Held að við ættum bara hafa þær í strigaskóm, það hefur líka gengið ágætlega hingað til bæði danski kennarinn sem söng hér um árið í jakkafötum í rauðum stirgaskóm ogsvo var hún serbenska sem vann 2007 líka í strigaskóm! Þeir eru greinilega málið!

  En hvað varðar júróvísion þá er þetta mikil list! Hvað er skemmtilegra en að velta fyrir sér nýrri músík! :o)

 7. Eyrún Ellý febrúar 11, 2009 kl. 09:17 #

  Já, mér fannst þær eitthvað svo uppstilltar og óhreyfanlegar á hælunum sínum!

  Það er gott að við höfum fundið okkar hillu í Evróvisjón – ég með skrítnu lögin og þú með Europoppið, það er nú líka möst að hafa það með!

 8. Pálína febrúar 11, 2009 kl. 23:41 #

  Hmm… ég held einmitt að ég sé meira sammála Hillu… þe. með Europoppinu 🙂 Finnst þó Edgar Smári vera meiri Celine Dion en Jóhanna Guðrún! Meika ekki að hlusta á það lag!

 9. Hlíf febrúar 12, 2009 kl. 11:46 #

  Ég er eiginlega svolítið ósammála þér!
  Got no love: það er eitthvað við það sem ég fíla…

  I think the world of you: Ömurlegt. Sorrý. Samt finnst mér Jógvan krútt, en mér finnst þetta lag bara svo leiðinlegt.

  Easy to fool: sammála þér

  Lygin ein: Er þetta í alvöru sami höfundur? Það fyrsta sem ég sagði þegar ég heyrði þetta lag var að það væri alveg eins og Sá þig. Mér finnst gott við þetta lag að það er ekki svo týpískt. Svolítið flatt samt. En eitthvað við það.

  Undir regnboganum: of flatt til að virka sem flippið. Þetta flipp jafnast ekkert á við flipp síðustu ára. Engan vegin. Hryllilega illa sungið. Lagið hefur þó pótensjal, að mínu mati, gæti orðið skemmtilegt. En nei.

  Vornótt: alveg fallegt lag og vel sungið en eitthvað við það fer í taugarnar á mér. Mér finnst þetta ekki alveg nógu sterk melódía til þess að virka sem „fallega lagið“ (svona „lane moje“ 2006). Sætt en virkar ekki fyrir mig:)

  Is it true: Ég er alveg hissa á sjálfri mér, en mér finnst þetta held ég bara BEST. Mér fannst hún JG einmitt gera þetta svo vel. Og ég fékk lagið á heilann strax, sem kom mér á óvart, því að þetta er ekki svo sterk laglína. Held svei mér þá að ef ég myndi kjósa þá kysi ég þetta, held samt að þetta fengi engin stig úti.

  The kiss we never kissed: Minnir mig ógjó á Beauty and the beast lagið „… tale as old as time“. Ekkert varið í þetta.

  Mér finnst ekkert lag í þessari keppni vera þannig að ég geti orðið æst yfir því. Leiðinlegt.

 10. Eyrún Ellý febrúar 12, 2009 kl. 13:04 #

  Hahaha gaman að sjá ólíkan smekk, Hlíf, þú ert greinilega á Europopp-hillunni með Hillu og Pálínu! Ég veit það er ekki hægt að bera Ingó saman við undanfarin flipp, satt að segja er ekki hægt að bera neitt saman við Silvíu Nótt! Hef reyndar heyrt Lygina eina nokkrum sinnum á Rás2 undanfarið og það skánar við nánari hlustun. Ég veit EKKERT hvað ég á að kjósa, held bara að það ráðist á frammistöðu keppenda á laugardaginn!! 🙂

 11. Fanný febrúar 12, 2009 kl. 13:47 #

  Mér persónulega finnst öll þessi lög hræðileg, væri til í að heyra lögin sem komust ekki í forkeppnina, hversu hræðileg voru þau eiginlega!!?

  Mitt álit er að fá Heru Björk og lagið hennar sem lenti í 2.sæti í dönsku keppninni, það er gott lag (enda fíla ég ég júrópoppið eins og Hilla 🙂

 12. Erla J febrúar 13, 2009 kl. 01:42 #

  Verð bara að kommenta aftur. Ég er nokkuð sammála Hlíf hér að ofan allavega hvað varðar europoppið og lagið sem Jóhanna Guðrún syngur. Hún er langsamlega besti flytjandinn. Það er ekkert sérlega sterkt lag en það er ekkert lag í þessari keppni né úr forkeppnunum sem er sterkt. Mjög mikið miðjumoð. Held samt að maður eigi ekki að útiloka stigagjöfina, þessi keppni er svo svakalega óútreiknanleg og við íslendingar höfum ekki oft veðjað á réttan hest því miður. Gæti neflilega alveg trúað JG til að standa sig vel og fá einhver stig. Svona sæt og ljóshærð, höfðar vel til rússana t.d.. En hvað veit ég. Hlakka til að sjá hvernig þetta fer allt saman. Bæði hér og svo út í Rússlandi. Geri ráð fyrir öðru bloggi um úrslit laugardagskvöldsins.

 13. Hlíf febrúar 14, 2009 kl. 17:39 #

  Jæja: ertu spennt fyrir kvöldið? á að halda partý?

  Mér finnst þetta þáttafyrirkomulag á undankeppninni hafa svolítið skemmt fyrir. Núna er þetta bara eins og enn einn laugardagsþátturinn, einhvern vegin, í staðinn fyrir að maður sé alvega bara „wúhú, júró í kvöld!“. OK, kannski væru fæstir þannig hvort sem er, en samt ég líklega.

  Best að búa sér til spennu. Kannski kaupa snakk;)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: