Eftir undankeppnina…

16 Feb

490516

Auðvitað horfði ég á Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn. Sat í stéttarfélagsíbúð á Akureyri með góðum vinum og tapaði mér í gleðinni! 🙂
Við þá sem eru ekki tengdir í raunveruleikanum, voru brottnumdir af geimverum eða sofnuðu akkúrat þegar úrslitin voru kynnt segi ég:

 • Jóhanna Guðrún vann með yfir 9 þús fleiri stig en næsta lag á eftir. Flutningurinn var góður, hún má eiga það og kjóllinn og sviðsframkoman voru mun meira sannfærandi en í undankeppninni. Um lagið sagði ég í síðustu færslu: Hvað skal segja? Ágætislag svo sem, early Celine Dion… Fannst samt óþarfi að Jóhanna Guðrún tæki Celine bara alla leið, með slöngulokkana og glitrandi kjólinn. Hún var ekki sannfærandi í því hlutverki og það kom niður á flutningnum þó að söngurinn væri góður. Fær ekki mitt atkvæði. – Stóð við það og greiddi henni ekki atkvæði. Var pínu svekkt þegar úrslitin voru kynnt en hef náð mér síðan.
 • Undir regnbogann með Ingó úr Veðurguðunum lenti í öðru sæti. Lagið tók breytingum til batnaðar, stelpurnar fengu hljóðfæri við sitt hæfi (hristur) og túbu-og trommuleikararnir voru á sviðinu. Best fannst mér að Svavar Knútur var í bakröddum. Satt að segja hefði það verið fullkomið ef hann hefði bara sungið blessað lagið!
 • Hara-systurnar og samtíningur þeirra af kvenhljómlistarmönnum lentu í þriðja sæti. Sem er nú merkilegt í sjálfu sér því að maður svona hafði búist við því að þær ynnu. Voru samt mun betri, breyttu rödduninni og atriðið var þéttara og betra.
 • Jógvan lenti í fjórða sæti. Hann skilaði sínu vel en uppskar ekki betur en þetta. Reyndar munaði sárafáum stigum á 2.-4. sæti!

Eftirminnilegasta lagið er Vornótt, lagið situr enn í mér og ég legg til að það verði gert samsöngslag sem fyrst. Einhver frómur maður mætti útsetja það fyrir kóra/kvennakóra/barnakóra og láta það þannig lifa áfram! Það væri það versta ef það félli í gleymsku…

P.S. Áhugasama vil ég minna á http://www.eurovision.tv en þar má nálgast allar upplýsingar um keppnina í Moskvu í vor og youtube – þar sem einhver af lögunum eru komin inn… 🙂

Auglýsingar

6 svör to “Eftir undankeppnina…”

 1. Hilla febrúar 17, 2009 kl. 10:44 #

  Ánægð með þig að taka úrslitin saman! Hef ekki komist í það enn :o)

  Ég er nokkuð sáttvið Jóhönnu Guðrúnu en ég verð að segja að af tvennu illu þá var svarti kjólinn betri en sá hvíti sem hún var í í úrslitunum. Hún leit út eins og unglingsstelpa að máta brúðarkjól mömmu sinnar enda var kjólinn allt of stór!

  Söngurinn var góður og eurovision síður sumarh alda ekki vatni yfir laginu sem boðar gott. Það ´boðar held ég líka gott að það verður 50/50 dómnefnd og símakostningar miðað við þetta lag!

 2. Eyrún Ellý febrúar 17, 2009 kl. 13:24 #

  Spurning hvernig kjólamálum verður háttað í Moskvuborg… hmm 🙂

 3. Rósa febrúar 17, 2009 kl. 20:33 #

  Æ veistu, þetta blessaða lag, Vornótt, það er núll Eurovision lag og skil ekki alveg af hverju það komst í úrslit. Það er eins og þú segir, voðalega fallegt kórlag eða efni í þáttinn „Óskalög Sjómanna“ en átti alls ekki heima í Júrójóns…

  Jóhanna litla má alveg fara fyrir okkur til Rússlands, bara sátt við þetta, minnti mig allmikið á Cindy dúkkuna sem ég átti í gamla daga… en voða fínt bara já já

  Allt í allt var þetta frekar slöpp undankeppni… Hara manneskjurnar voru með ágætis lag en þær kunna hvorugar að syngja af ráði og hvað þá á ensku! Það lag hefði unnið ef flytjendurnir hefðu verið betri…

 4. Hlíf febrúar 17, 2009 kl. 23:02 #

  Næstum sammála punkti tvö hjá þér:)

  Og svo sammála fyrstu málsgrein hjá Rósu.

  Tíhí, mér finnst þessi mynd af JG svo fyndin því að það er alveg eins og hún hafi verið að vinna fegurðasamkeppni en ekki söngvakeppni:)

 5. Eyrún Ellý febrúar 18, 2009 kl. 08:28 #

  Alveg sammála þriðju málsgrein hjá þér Hlíf 🙂 Hún tekur andköf alveg…

 6. Erla J febrúar 18, 2009 kl. 15:31 #

  Gaman að þessu hjá þér.
  Ég er mjög sátt við sigurlagið eins og ég var búin að tala um hér áður. Jóhanna var lang besti flytjandi kvöldsins og þetta lag í fínt. Ég kaus það a.m.k.. Mér fannst Hara systur algjörlega hræðilegar. Þær voru svo pípandi falskar að það hálfa hefði verið mikklu meira en nóg og ég skil ekkert í höfundinum að láta þær flytja þetta. Íris sem var í bakröddum var mikklu betir en þær báðar til samans. Hallgrímur átti þarna tvö lög í efstu fjórum en ef maður hlustar glögglega eru viðlög beggja laganna eins!! Mjög fegin að hvorugt hans laga vann. Og varðandi það sem Rósa segir hér að ofan, hvað er eurovision lag? Er það ekki bara gott lag?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: