Eurovision í Moskvu – 3. hluti

7 Maí

Ætla að prófa að setja inn færri lög í einu… dálítið vesen að skrolla svona alltaf hreint!

En – hér koma 5 lög í viðbót:

Makedónía
Flytjandi: Next Time
Lag: Neshto Shto Ke Ostane

Frá Makedóníu kemur band með tvíburabræðurna Martin og Stefan Filipovski í fararbroddi, Stefan syngur en Martin leikur á gítar og syngur bakraddir. Þeir eru fyrsta dúóið sem Makedónía sendir og flytja 80’s-skotið rokklag og hafa greinilega fengið sér hárgreiðslu í stíl! Lagið minnir um margt á Bon Jovi en er lítið spennandi og ég spái þeim ekki í aðalkeppnina. Besti árangur Makedóna hefur verið 9. sætið og hann batnar ekki í ár, held ég.

Malta
Flytjandi: Chiara
Lag: What If We

Hér er önnur Eurovision-stjarna á ferðinni en Chiara hefur keppt fyrir hönd Möltu í tvígang, 1998 með lagið The One that I Love og árið 2005 með eigið lag/ABBA-lagið (!) Angel. Hún er ofsalega flott söngkona og lenti eftirminnilega í öðru sæti í keppninni 2005 þar sem hún laut í lægra haldi fyrir Helenu Paparizou með My Number One. Nú er hún mætt aftur en ekki með jafnsterkt lag og þá. Lagið er dramaballaða, vel flutt en það vantar einhvern neista. Vona samt að henni gangi vel því að hún væri vel að sigrinum komin…

Moldavía
Flytjandi: Nelly Ciobanu
Lag: Hora Din Moldova

Lagið heitir Hora frá Moldavíu og er nokkurs konar þjóðlegur hringdans, en lagið er poppað upp í dans-teknó-takt, meira að segja smá rapp í því líka. Sungið er á moldavísku og söngkonan er reynd þjóðlagasöngkona og skilar sínu án efa vel. Etnísk áhrif eru ríkjandi í laginu og gaman verður að sjá það á sviði. Spennandi!

Noregur
Flytjandi: Alexander Rybak
Lag: Fairytale

Kannski klisja að segja það en ég held að Norðmenn hafi hitt á gullæð í ár! Reyndar er gullæðin ekki norsk, heldur ættuð frá Hvíta-Rússlandi í formi Alexanders Rybaks, ungs stráks sem lítur í alvörunni út eins og Pétur Pan!! Hann er nú ekki sterkasti söngvarinn en samdi sjálfur lagið og leikur undir á fiðlu. Lagið er það sterkt að það gæti fleytt honum yfir á sæmilegum söng. Norðmenn hafa löngum verið í þessum ævintýrapælingum í Eurovision (Nocturne, Romeo o.s.frv.) og ég á alveg eins von á því að þeir sigri í ár – svo segja a.m.k. margir veðbankar!! 🙂 Það er sannarlega þess virði að horfa á seinni undanúrslitin bara fyrir Noreg!

Pólland
Flytjandi: Lidia Kopania
Lag: I Don’t Wanna Leave

Pólverjar tefla fram svipaðri uppsetningu í ár og Íslendingar; ung og hárprúð söngkona með drama-ballöðu. Reyndar held ég að samanburðurinn nái ekki lengra því að pólska lagið hefur ekki mjög sterka laglínu og af live-flutningi heyrist mér sú pólska ekki svo beysin. En við skulum nú ekki útiloka kosningamátt pólskra verkamanna og -kvenna út um alla Evrópu, þeir hljóta að vilja sjá sína konu í úrslitunum eins og við!

Auglýsingar

6 svör to “Eurovision í Moskvu – 3. hluti”

 1. sigrún steingrímsd maí 7, 2009 kl. 16:47 #

  Ég er algjörlega sammála með norska strákinn hann er mjög sigurstranglegur en mér finnst einmitt í upphafi lagsins hann ekki vera ýkja beisin í söngnum

 2. Eyrún maí 7, 2009 kl. 21:00 #

  Já nákvæmlega, hann er ekkert sérstakur söngvari… ætti í raun að skipta honum út 🙂

 3. Hlíf maí 7, 2009 kl. 21:44 #

  Mér finnst norska lagið svoooooo skrítið. Ekki sigurstranglegt miðað við sjálfa mig:)

 4. eyrun maí 7, 2009 kl. 22:44 #

  Tékkaðu á veðbönkunum, Hlíf! Þeir halda ekki vatni yfir Alexander hinum norska og Sakis – það verður mjótt á mununum! 🙂

 5. Hlíf maí 11, 2009 kl. 11:13 #

  Já ég veit:)

 6. hildur maí 14, 2009 kl. 14:52 #

  Mér finnst norska lagið flott og það batnar með hverri hlustun og mér finnst rödd stráksins passa ágætlega við lagið. Vona einmitt að hann vinni svo maður geti skellt sér út næst 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: