Eurovision í Moskvu – 5. hluti

9 Maí

Hérna kemur næstsíðasti skammturinn af Eurovision. Það styttist óðum í fyrri forkeppnina sem er á þriðjudag og þá keppir Ísland (nánar um það síðar).

Slóvenía
Flytjandi: Quartissimo
Lag: Love Symphony

Eins og Eistland veðjar Slóvenía á popp með klassísku ívafi. Söngkonan Martina Majerle er þó í algjöru aukahlutverki hjá strengjakvartettnum Quartissimo því að heil mínúta líður af laginu áður en hún byrjar að syngja. Lagið er ágætt en mér finnst persónulega eistneska lagið betra. Þau eru þó ekki í sama riðli þannig að maður veit aldrei hvað gerist!

Spánn
Flytjandi: Soraya
Lag: La Noche Es Para Mí (The Night Is For Me)

Spánn sótti um að fá að kjósa í síðari undankeppninni en stóru löndin fjögur (Bretland, Spánn, Þýskaland og Frakkland) fara í pott og er dregið úr honum tvö lönd til að kjósa á hvorum undanúrslitum. Þetta þýðir að það eru þrjú stór lönd sem taka ekki þátt í öðrum undanúrslitunum sem kjósa (Rússland sem vann í fyrra, Frakkland og Spánn) en aðeins Bretland sem kýs í fyrri undankeppninni.
Hvað sem því líður, er langt síðan Spánn komst á sigurpall í Eurovision (1968 og 1969), spænsku lögin komust þó á topp 10 á árunum 2000-2004. Í ár er europopp málið með söngkonuna Sorayu í fararbroddi. Ég veit nú ekki hvort Evrópa fíli það á spænsku með örlítilli ensku en það eru víst nóg af europoppurum þarna úti 🙂

Svartfjallaland
Flytjandi: Andrea Demirovic
Lag: Just Get Out of My Life

Svartfellingar tefla hér fram ungri söngkonu, Andreu sem er fyrsti kvenfulltrúi þeirra frá því að þeir komu fram sem sjálfstæð þjóð 2007. Lagið er danspopp og ekkert sérstakt þannig, gæti gert einhverjar gloríur á sviðinu því að söngkonan er frekar góð og ekkert því til fyrirstöðu að lagið komist upp úr undankeppninni.

Sviss
Flytjandi: Lovebugs
Lag: The Highest Heights

Hljómsveitin Lovebugs hefur verið starfandi frá tíunda áratugnum og flytur í keppninni brit-pop-lagið The Highest Heights. Þeir eru greinilega undir áhrifum frá hljómsveitum á borð við U2 en lagið er ekkert sérstaklega spennandi sem slíkt og alveg spurning hvort flutningurinn á sviðinu geti gert það eftirminnilegt…

Svíþjóð
Flytjandi: Malena Ernman
Lag: La Voix

Svíar eru ein sigursælasta þjóðin í Eurovision og senda algjörlega skotheldar melódíur, jafntraustar og Volvo! Lagið í ár er þar engin undantekning en í fyrsta sinn í ár er stór hluti sænska lagsins sunginn á frönsku, sbr. titilinn. Óperusöngkonan Malena þenur sig í hæstu hæðir í lok lagsins sem er alltaf varhugavert en svo er það eitthvað við röddina sem ég fíla ekki. Þær laglínur sem eru ekki sungnar í óperustíl jaðra við að vera falskar og eru nánast of djúpar fyrir hana. Ég get ekki sagt að ég sé hrifin af sænska laginu í ár en við skulum sjá það á sviðinu!

Auglýsingar

5 svör to “Eurovision í Moskvu – 5. hluti”

 1. Hlíf maí 11, 2009 kl. 11:11 #

  Slóvenía: Maður er nú löngu kominn með leið á synfóníunni þegar hún byrjar að syngja… en svo er engin laglína…. Núll stig. Nei, eitt.

  Spánn: Ég skil ekki af hverju þeir vilja kjósa í undankeppninni, í fyrra voru undankeppnirnar ekki einu sinni SÝNDAR í sjónvarpinu (mér til mikilla vonbrigða!!)

  Þetta lag þeirra er bara svona allt í lagi. Búin að heyra það nokkrum sinnum og það venst bara ágætlega. Finnst samt viðlagið lélegt, og mér finnst ALLS ekki að þeir ættu að koma með eina og eina setningu á ensku. Það er svo halló.

  Svartfjallaland: Æ, veit ekki alveg hvað mér finnst. Viðlagið pirrandi. Maður vill hellst bara fá lagið „out of my, out of my, out of my head!“

  Sviss: Þetta lag er smá tilbreyting frá hinum lögunum… sem eru mörg hver keimlík. Mér finnst samt söngvarinn syngja leiðinlega. En ég er samt bara frekar ánægð með þetta lag (þó að það sé nú ekki frumlegt).

  Svíþjóð: þetta er eitthvað svooo furðulegt. Rosalega hallærislegt eiginlega. Næstum því samt svo hallærislegt að þetta verði kúl. Næstum því.

  Og afhverju, fyrst þetta er klassísk söngkona, að vera að láta hana syngja tóna sem eru of djúpir fyrir hana…

  Spes.

  • Eyrún Ellý maí 11, 2009 kl. 12:12 #

   Æ já, Svíar eru sér þjóðflokkur þegar kemur að Eurovision. Þeir eru alltaf síðastir til að halda forkeppni heima fyrir og þetta nálgast trúarbrögð þar hjá ákveðnum hópi fólks. Við ættum kannski að skella okkur til Svíþjóðar e-n tímann á Eurovision!

 2. Hlíf maí 11, 2009 kl. 13:10 #

  híhí. Góð hugmynd:)

 3. Diljá maí 12, 2009 kl. 09:34 #

  Við erum byrjaðar að undirbúa okkur hérna í Mílanó, erum búnar að finna síðu þar sem hægt er að horfa á þetta live og erum að downloada búnaðinum sem þarf til þess að horfa á keppnina! Áfram Ísland!!!!!!!!!

 4. Hilla maí 12, 2009 kl. 10:52 #

  Sko Svíþjóð er ekki allveg Volvó í ár því þeir eru að endurtaka sig síðan í fyrra bara með smá breytingu yfir í óperu og hvernig gekk þeim í fyrra. EKKI VEL!

  Skil ekki hæpið um Svartfjallaland það er svo leiðinlegt að ég var farin að hugsa um skútu þegar það var hálfnað og myndbandið gerði mig sjóveika.

  Fýla slóvení nett en vona að söngkonin einbeiti sér a söngum freka en að flaggabrjóstunum!

  Var að fatta að ég er ekki búin að heyra spænska lagið!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: