Eurovision í Moskvu – 6. hluti

10 Maí

Hér er síðasti Eurovision-pakkinn frá mér, njótið vel!
Set inn spá fyrir undanúrslitin á þriðjudag! 🙂

Tékkland
Flytjandi: Gispy.cz
Lag: Aven Romale

Opinbert flipplag frá Tékkum sem tóku fyrst þátt árið 2007 og hafa ekki riðið feitum hesti frá þessari keppni. Þeir gefa skít í þetta allt saman og senda rapparann Radoslav Banga með hljómsveitinni Gipsy.cz. Lagið var valið með því að hljómsveitin flutti tvö lög í sjónvarpsþætti heima fyrir og varð Aven Romale fyrir valinu. Í laginu er rómanskur lífsstíll lofaður og segir í textanum: „I can make you really sing like Gipsy“. Lagið er ekki allra; þjóðlagaskotið rapp og popp og satt best að segja á ég ekki von á góðu í keppninni.

Tyrkland
Flytjandi: Hadise
Lag: Dum Tek Tek (Boom Bang Bang)

Tyrkir senda óvenjulítið etnískt lag í ár. Hadise er hins vegar hin tyrkneska Shakira með Beyonce-takta. Hún flytur svona la-la r&b-popplag með tyrkneskum undirtón. Þið getið bókað að hér verður magadans! Gæti orðið vinsælt klúbbalag í Evrópu, virkar þannig á mig en veit ekki hvort þetta er sigurvegari…

Úkraína
Flytjandi: Svetlana Loboda
Lag: Be my Valentine! (Anti-crisis Girl) 

Ég skellti nú upp úr þegar ég sá live-myndbandið úr undankeppninni. Þetta lag gæti orðið flippið í ár, þó að það sé nú kannski ekki lagt upp með það. Söngkonan Svetlana er hress; tekur sér trommukjuða í hönd, skiptir um föt/er í harla litlum fötum og lætur bera sig inn á sviðið öfuga hangandi aftan á bakinu á einum dansaranum! Mér finnst gerviaugnhárin sem eru að detta af henni eiginlega best! Hvet ykkur til að kíkja á myndbandið (set það frekar inn heldur en opinbera myndbandið) Hlakka til að sjá þetta á sviði – þó að lagið sé fjarri því að vera gott!

Ungverjaland
Flytjandi: Zoli Ádok
Lag: Dance With Me

Ungverjum hefur gengið upp og ofan í keppninni. Þeir tóku fyrst þátt árið 1994 en tóku sér hlé frá 1998-2005 og svo aftur árið 2006. Besti árangurinn var 2007 en þá lentu þeir óvænt í 2. sæti með Unsubstantial Blues. Í fyrra lenti ungverska lagið hins vegar í neðsta sæti í sínum undanriðli. Lagið í ár er týpískt diskóskotið danslag sem er eiginlega hvorki fugl né fiskur, skv. myndbandinu veit það ekkert hvar það á heima (allar týpur af dansi dansaðar…). Á mjög líklega eftir að týnast e-s staðar!

Þýskaland
Flytjandi: Alex Swings Oscar Sings!
Lag: Miss Kiss Kiss Bang

Þjóðverjarnir slógu í gegn (a.m.k. hjá mér) með Frauen Regieren die Welt 2007 og ætla greinilega að reyna aftur við swingað danspopp. Söngvarinn Alex er samt hræðileg klisja, í myndbandinu er hann með skyrtuna opna niður að nafla og nauðrakaða bringu. Þjóðverjar keppa eins og venjulega í aðalkeppninni og ætla greinilega að leggja sig aukalega fram í ár því að heyrst hefur að burlesque-stjarnan og tísku-iconið Dita Von Teese komi fram á sviðinu með þeim Alex og Oscari! Það verður sannarlega spennandi!

Auglýsingar

4 svör to “Eurovision í Moskvu – 6. hluti”

 1. Hlíf maí 11, 2009 kl. 10:58 #

  Tékkland: aftur finnst mér djókið ekki heppnast og lagið eiginlega skárra án myndbandsins. Æ, fær ekki mitt stig.

  Tyrkland: fær örugglega MÖRG stig. Mér finnst það samt ekki málið sko. En ég held að það gæti unnið.
  Mjög gott samt að geta æft sig að telja á tyrknesku með þessu myndbandi. Hef mjög oft heyrt þetta lag og það venst svolítið. Verður örugglega mjög ofarlega.

  Úkraína: Haha. Viðlagið finnst mér ekki svo leiðinlegt. Verður gaman að sjá þau á sviðinu (og já, ég held þau séu að grínast:)).

  Ungverjaland: bara frekar skemmtilegt! Eða lala. Er ekki viss.

  Þýskaland: Humm. Bara lala.

 2. Hlíf maí 11, 2009 kl. 11:17 #

  Úff, ég á ennþá eftir að hlusta á 2. og 3. hluta! Og keppnin er á morgun! Þetta er svo mikið. Verð að muna að byrja að skoða þetta af fullum krafti miklu fyrr á næsta ári. Maður verður aðeins að fá að melta lögin.

  Mér fannst samt best þegar það voru alltaf 3 lög (?) spiluð fyrir fréttir… ég náði lögunum miklu betur þannig.

  • Eyrún Ellý maí 11, 2009 kl. 12:10 #

   Heyrðu, já – það var góð venja! Legg til að RÚV taki það upp aftur á næsta ári!

 3. Hilla maí 12, 2009 kl. 10:48 #

  Ég er ekki að fatta Tyrkland í ár eða hvað allir eru svona uppveðraði yfir þessu. Mér finnst lagið minna etnísk en oft áður þetta gæti allt eins verið Sahkira eða Beoyoncé. Lærði hins vegar í morgun af Margréti Erlu Maack að Dum Tek tek er takturinn í magadansi og magadanskennarar kalla þetta oft í tímum sínum.

  Ég er nett að fýla Þýskaland í ár en á allveg eftira ðhorfa á myndbandið.

  Ungverjar eiga klárt eftir að vera með flottasta dansinn í a´r en hjálpi mér hvað lagið er leiðinlegt!

  ég held ég fari bara á klósettið þegar Tékkar stíga á svið…..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: