Uppáhalds…

30 Jún

Hef verið að hlusta á gömlu Michael Jackson-plöturnar í iPodinum síðustu daga.

Hann má eiga það að tónlist gat hann samið, þó að hann væri sannarlega ekki hamingjusamur maður. Í samræmi við síðustu slúðurfréttir er kómískt að hlusta á Billie Jean: „the kid is not my son“…

Ég var aldrei svona MJ-barn og því engar video-upptökur til af mér með bleyju að skaka mér við Thriller eða Bad! Ég uppgötvaði hann miklu seinna og á mínum forsendum. Þess vegna eru þessi vinsælustu lög ekkert endilega uppáhaldslögin mín með honum. Ég dýrka t.d. Scream sem hann gerði með Janet og Off the Wall-plötuna sem mér finnst ekki heyrast mjög oft í seinni tíð. Ben finnst mér líka dásemd í einfaldleika sínum.

Hvert er uppáhalds Michael Jackson-lagið ykkar?

Eitt svar til “Uppáhalds…”

  1. Hilla ágúst 4, 2009 kl. 10:04 #

    Ég verð að viðurkenna að ég var heldur ekki MJ barn og vissi eiginlega ekki hver MJ eða Madonna voru fyrr en ég varð unglingur. MJ náði þá ekki að heilla mig fyrr en ég var komin yfir tvítugt (þrátt fyrir heilt leikrit með músík eftir hann sem sett var upp þegar ég var í versló). Einhverra hluta vegna hefur mér þó ekki tekist að kaupa mér plötu með kappanum, oftast hafa þær bara alls ekki verið fáanlegar hér á landi.

    Hann á voðalega mörg góð lög. Ég fíla They don’t really care about us mjög mikið. Þess maður var svo mikill snillingur!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: