Áskorun til lesenda!!

13 Sep

Um þetta leyti í fyrra byrjaði ég á bloggátakinu mínu „Eitt myndablogg á dag“. Og ég stóð nokkurn veginn við það, bloggaði að meðaltali 4 – 5 sinnum í viku með mínum eigin myndum. Ég hélt þetta út fram að jólum…

Nú er spurning, á ég að leggja í þetta aftur? Hluti af úthaldinu í fyrra var gífurleg tilhlökkun eftir Ástralíuferðinni 27. des… ætli maður haldi það út án þess að hafa slíka gulrót í ár?

Legg þetta hér með í hendur ykkar, góða fólk sem les bloggið mitt. Kommentið ef þið sjáið þetta og fylgdust með í fyrra/fannst það sniðugt/finnst þetta góð hugmynd!

Ef ég fæ 15 – 20 lesendur til að kommenta fyrir föstudag, þá legg ég í þetta! 🙂

il_fullxfull.79192518

Auglýsingar

24 svör to “Áskorun til lesenda!!”

 1. Helga september 14, 2009 kl. 15:13 #

  „Eitt matarblogg á dag“.
  Þú gætir verið með þema: ávaxtaþema, grænmetisþema, áfengisþema, sushiþema, orkudrykkjaþema o.s.frv.

 2. Hlíf september 14, 2009 kl. 15:14 #

  já! Mér líst vel á þetta!!

 3. Helga september 14, 2009 kl. 15:16 #

  Svo gætirðu auðvitað tekið myndir af matnum sem þú býrð til. Gæti espað þig upp í að verða enn meiri myndahúsmóðir en þú ert nú þegar.

 4. Þóra Kristín september 14, 2009 kl. 15:16 #

  Mér fannst þetta algera snilld, ekki að ég fór nú kanski ekki einu sinni á dag en maður fer alltaf af og til og þá er gaman að skoða myndirnar. Svo endilega halda áfram 🙂

 5. Hildur Jóna september 14, 2009 kl. 15:16 #

  Ég fíla myndablogg og finnst það ótrúlega skemmtilegt þegar vel tekst til.
  Aftur á móti veit ég eftir að hafa prófað það að það getur verið brjáluð vinna 🙂

  Ég er því á báðum áttum.
  Fyrir mig: já ég vil að þú gerir þetta
  Fyrir geðheilsu þína: þú þarft þess ekki

  🙂

 6. Eyrún Ellý september 14, 2009 kl. 15:21 #

  Takk takk…

  Helga, þú ert miklu meiri mataráhugamanneskja en ég! Hér með skora ég á ÞIG að vera með eitt matarblogg á dag!!

 7. Jóna september 14, 2009 kl. 15:21 #

  okkur lýst vel á það! 🙂

  -jona og kristin

 8. Sigrún Helga september 14, 2009 kl. 15:31 #

  styð það!

 9. sigrúnsteingrimsd september 14, 2009 kl. 15:32 #

  Jáhá segi ég 😉

 10. sigrúnsteingrimsd september 14, 2009 kl. 15:38 #

  já og í framhaldi af þessu með að hafa e-a gulrót þurfum við ekki alltaf eina slíka? þá datt mér í hug þetta snilldar sænska orðatiltæki (kannski ekki formlegt orðatiltæki) en ég sá það krotað á vegg á kvennaklósetti háskólans í Gautaborg: „fyll inte livet med dagar utan dagara med liv“ mér hefur verið þetta svo hugleikið upp á síðkastið passar vel inn í að stytta sér stundir og gera e-ð skemmtilegt í stað þess að láta bara dagana líða áfram…

 11. Diljá september 14, 2009 kl. 17:15 #

  Ég styð myndablogg, bæði útimyndir og innimyndir 🙂

 12. Eyrún Ellý september 14, 2009 kl. 17:53 #

  Ég er mjög fylgjandi hugmyndinni hennar Helgu ef árangurinn verður sá sem hún spáir 🙂

 13. Ásgeir september 14, 2009 kl. 17:54 #

  Úps, gleymdi að breyta nafninu hér á undan.

 14. Emma september 15, 2009 kl. 08:56 #

  endilega.. hlakka alltaf jafnmikið til að lesa bloggið þitt þó ég kommenti sjaldan.. en ég fylgist alla vega með..

  finnst líka frábær hugmynd með eyelinerinn.. kannski maður prufi þetta bara..

 15. Ester september 15, 2009 kl. 10:00 #

  nr. 15 = þú verður að leggja af stað í nýtt myndablogg!

 16. Eyrún Ellý september 15, 2009 kl. 10:52 #

  Samkvæmt mínum útreikningum eru 11 lesendur búnir að kommenta þrátt fyrir að kommentin séu núna 16…
  Koma svo!

 17. hildur september 15, 2009 kl. 11:19 #

  Mér finnst þetta góð hugmynd 🙂

 18. elin september 15, 2009 kl. 21:35 #

  já… endilega.

 19. Ragnheiður september 15, 2009 kl. 21:35 #

  Ég fylgdist með myndablogginu þínu og fannst það mjög skemmtilegt og væri alveg til í annað svoleiðis frá þér:)
  Ef þú ferð út í matarbloggið þá áttu á hættu að fá okkur oftar í heimsókn og ég er ekki viss um að þú leggir í það ha ha ha

 20. Karen P. september 16, 2009 kl. 10:08 #

  Hæ, fín hugmynd, alltaf gaman að sjá myndir og lesa bloggið þitt 🙂 Ég er reyndar ekkert svo mikið við tölvu þessa dagana og kíki ekki oft á nein blogg en kem við og við hingað inn…. þannig að ég veit ekki hvort mitt atkvæði sé gilt.
  Kv. KP

 21. Þórdís september 16, 2009 kl. 20:55 #

  Auðvitað myndabloggarðu kona! 🙂

 22. Valdís september 18, 2009 kl. 16:50 #

  Líst vel á þetta!

 23. Eyrún Ellý september 22, 2009 kl. 15:30 #

  jæja, góðar konur (og Ásgeir) – þá fer ég að tína til myndir í myndabloggið 🙂

 24. Erla J september 23, 2009 kl. 00:32 #

  you can do it

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: