Myndablogg #26

26 Okt

Mikið ofsalega, svakalega, æðislega var gaman á Heimilistónaballinu á laugardaginn! Næstum því meira gaman en í fyrra!

Við byrjuðum í sushi og hvítvíni hérna heima, allar uppstrílaðar og fínar í kjólunum okkar og með hárið uppsett og smart (sumar meira en aðrar). Við fengum svo skutl í bæinn og alveg upp að dyrum á Iðnó. Það var ekkert verra því við vorum allar á svo svakalega elegant ballskóm.

Iðnó skartaði sínu fínasta og við komum okkur vel fyrir á borði nálægt sviðinu. Þegar klukkan fór að nálgast miðnætti og allar Öskubuskur hefðu verið farnar að hugsa sér til hreyfings, steig loksins hljómsveit kvöldsins á svið. Eftirvæntingin leyndi sér ekki:

PA240058

Enda voru þær Heimilistónakonur; Ólafía, Elva Ósk, Ragga, Katla og Vigdís, hver annarri smartari og skemmtilegri. Svo maður tali nú ekki um hina ýmsu gestasöngvara og -dansara. Að öðrum ólöstuðum átti Smári rótari þó salinn og var klappaður upp margsinnis.

Eftir að hafa dansað af okkur skó, hæla, kálfa og hné fórum við örþreyttar heim í koju.

PA250068

(takið eftir fína bútasaumsteppinu á bak við trommusettið, systir hennar Ólafíu gerði það 🙂 )

Eitt svar til “Myndablogg #26”

  1. Helga október 27, 2009 kl. 09:32 #

    Þetta var unaður.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: