Sarpur | nóvember, 2009

Myndablogg #43

27 Nóv

Almáttugur, er ég ekki alveg að gleyma bókahillu vikunnar?

Nú þegar plássið er að minnka í mínum bókahillum læt ég mig dreyma um hillur sem hægt er að setja yfir hurðir og nýta þar með „dauða“ plássið fyrir ofan. T.d. svona:

(myndir via t.d. Design*Sponge, I Suwannee og Freshome)

Þetta er líka sniðug hugmynd þar sem hátt er til lofts (ætli maður verði samt ekki að passa að setja ekki uppáhaldsbækurnar sínar þarna sem maður vill grípa í með lítilli fyrirhöfn :))

Þessi tók þetta svo bara alla leið!

Myndablogg #42

25 Nóv

Frábært spilakvöld hjá Spilaklúbbi norðursins í gærkvöldi.
Við fengum VIP-prófun á nýjasta og flottasta borðspilinu sem kemur út fyrir jólin (en er ekki actually komið út), Heilaspuna!!

Aðstandendur spilsins auglýstu á Facebook eftir spilaklúbbum til að prófa og ég fékk flökkueintak lánað hjá þeim fyrir spilakvöldið í gær. Á eftir skrifuðum við svo í gestabók nokkrar ábendingar og einkunnir fyrir spilið.

Spilið sjálft er spil eins og allir hafa beðið eftir sem fíla Fimbulfamb. Þar sem ekki fæst leyfi til að gefa Fimbulfamb út að nýju vegna höfundarréttamála er þetta því það næsta sem maður kemst því í dag! Spilið felst (eins og Fimbulfamb) í því að vera besti lygarinn og semja skýringar sem eru sennilegar. Maður getur samið skýringu á orði eða slangri, búið til atburð sem gerðist út frá fyrir fram gefinni dagsetningu, skrifað aftan á bókakápu út frá heiti bókar (sem er algjörlega sprenghlægilegt), útskýrt orðtak, snjallyrði eða búið til skýringu um íslenskar vættir. Allt er þetta mjög skemmtilegt og þjóðlegt.
Spilaklúbbi norðursins fannst Heilaspuni frábært spil og eru meðlimir harðákveðnir í því að þetta sé jólagjöfin í ár!

Myndablogg #41

23 Nóv

Ég er dottin í nostalgíuna. Eftir að Skjár1 lokaði höfum við skötuhjúin horft á hitt og þetta á kvöldin. Tókum nokkur kvöld í að horfa á Nonna og Manna-þættina sem eru jafndásamlegir og þeir voru fyrir 20 árum.
Ég er svo byrjuð að kafa í gömlum Will&Grace-spólum, sem eru með skemmtilegra sjónvarpsefni sem framleitt hefur verið: Einu þættirnir sem ég hef fengið fráhvarf frá og VARÐ að sjá!! Það er bara alltof ljúft að rifja upp móment með gömlu vinunum undir teppi uppi í sófa.

Myndablogg #40

22 Nóv

Yndislegt veður í dag, reif aðeins í lungun þegar ég fór út að labba áðan. En alveg blæjalogn.

Sólin er nú líka alltaf velkomin, sérstaklega þegar baráttan við skammdegið stendur sem hæst:

Myndablogg #39

20 Nóv

Takk fyrir kommentin við síðustu færslu 🙂 Gaman að heyra hvað sumir eru víðförlir…

Ég ætla að slengja hérna inn einni mynd frá því í október þegar við vorum á Akureyri. Þá fórum við í Jólahúsið. Ef einhver er í vafa þá vil ég ítreka það hér með að það er algjör skylda að fara þangað þegar maður er á Akureyri. Þar má þó greinilega finna ýmsa vafasama jólavöru…

Jólafílingur, anyone? (hehe)

Myndablogg #38

16 Nóv

Á þessari síðu (eins og örugglega fjölmörgum öðrum) er listi yfir 100 staði sem þú verður að heimsækja áður en þú deyrð.

Af þessum stöðum hef ég heimsótt: 2) Kínamúrinn, 13) Great Barrier Reef, 41) sýkin í Feneyjum, 67) Flórens, 89) British Museum og 97) Neuschwanstein-kastalann. Það gera 6 af 100 stöðum! Ég á sko nóg eftir 🙂

Hvert hefur þú komið? Og myndirðu vilja sjá e-ð annað á þessum lista?

Myndablogg #37

13 Nóv

Kominn tími á föstudags-playlistann 🙂
Svona rétt til að hefja helgina með smá fíling…

1. Robyn – Should Have Known
2. Sahara Hotnights – Fall Into Line
3. Bergþóra Árnadóttir – Gott áttu veröld
4. The Ravonettes – My Boyfriend’s Back
5. Des’ree – You Gotta Be
6. The Searchers – Sweets for My Sweet
7. Opus – Life Is Life
8. Retro Stefs
on – Montana
9.
Sébastien Tellier – Divine
10. Yelle – Ce Jeu

P.s. mottóið mitt um helgina (sem og alla aðra daga) ætti að vera þetta hér:

tumblr_ksss0oy7Pf1qzrquho1_400

Myndablogg #36

12 Nóv

Bókahillur vikunnar eru í það minnsta praktískar:

consoleshelves

Það er eitthvað ótrúlega krúttlegt og þægilegt við að hanna stól/legubekk með bókahillum.

cave_c

Svo eru svona bókahillur líka ævintýralegar; sófi eða legubekkur innrammaður af bókahillum. Me like 🙂

4

Myndablogg #35

10 Nóv

Það er óþolandi hvað það er orðið dimmt, nánast bara strax eftir vinnu er myrkrið skollið á. Hvað er til ráða? Ef maður hefur ekki ráð á instant sólarlandaferð, þá er bara málið að gera kósí hjá sér, kveikja á kertum o.fl.
Ég skrapp út í hádeginu í dag og tíndi dálítið af könglum fyrir utan Klepp. Sennilega hef ég nú litið hálfskuggalega út, bograndi undir grenitrjánum með hettu á hausnum 🙂
Þegar ég kom heim skellti ég könglunum í sápuvatn (svona til að losna við mesta lífið í þeim) og þurrkaði þá svo á grind í ofninum. Ég bjó svo til kertaskreytingu með stóru kúlukerti, grænu skrautbandi og könglunum. Skellti líka nokkrum þurrkuðum fjallagrösum með.
Mér finnst útkoman vera ágætis haust/nóvemberskreyting, hvað finnst þér?

PB100148

Myndablogg #34

8 Nóv

Ég er búin að sitja inni í dag í leiðindaveðrinu og huga að ýmsu föndri. Þessa stundina er skurðarmottan og dúkahnífurinn í uppáhaldi. Afraksturinn skal ég svo birta hérna þegar verkinu lýkur!

PB080139