Myndablogg #35

10 Nóv

Það er óþolandi hvað það er orðið dimmt, nánast bara strax eftir vinnu er myrkrið skollið á. Hvað er til ráða? Ef maður hefur ekki ráð á instant sólarlandaferð, þá er bara málið að gera kósí hjá sér, kveikja á kertum o.fl.
Ég skrapp út í hádeginu í dag og tíndi dálítið af könglum fyrir utan Klepp. Sennilega hef ég nú litið hálfskuggalega út, bograndi undir grenitrjánum með hettu á hausnum 🙂
Þegar ég kom heim skellti ég könglunum í sápuvatn (svona til að losna við mesta lífið í þeim) og þurrkaði þá svo á grind í ofninum. Ég bjó svo til kertaskreytingu með stóru kúlukerti, grænu skrautbandi og könglunum. Skellti líka nokkrum þurrkuðum fjallagrösum með.
Mér finnst útkoman vera ágætis haust/nóvemberskreyting, hvað finnst þér?

PB100148

Auglýsingar

5 svör to “Myndablogg #35”

 1. Rósa nóvember 11, 2009 kl. 01:49 #

  Jiii… þú ert svo sniðug!

  Sé þig samt í anda þarna með hettuna á hausnum inni í trjánum hjá Kleppi… voða eðlileg bara!

 2. Pálína nóvember 11, 2009 kl. 09:51 #

  stórglæsilegt!

 3. Helga nóvember 11, 2009 kl. 09:59 #

  Ofsalega fínt!

 4. Hilla nóvember 11, 2009 kl. 10:09 #

  Jjii þú ert svo myndleg! Ekkert smá góð hugmynd!

  Ég hefði þó viljað sjá mynd af þér bogra undir grenitrjánum við Klepp ;o)

 5. eyrun nóvember 11, 2009 kl. 10:30 #

  Ansans að hafa klikkað á því að taka mynd úti í rigningunni! Ég geri það næst og pósta hérna 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: