Sarpur | 13:50

Jóladagatal #1

1 Des

Þá er bara kominn 1. desember!
Þið sem hafið verið að fylgjast með þessu bloggi í lengri tíma vitið hvað það þýðir…

JÓLADAGATAL!

Í fyrra póstaði ég jólalögum af youtube á hverjum degi, ógurlega skemmtilegt. Í hitteðfyrra voru það svo jólatextarnir og -vísurnar og þar áður, 2006, var jólalagakosningin mikla þar sem Last Christmas og Nóttin var sú ágæt ein unnu með miklum yfirburðum.

Í ár ætla ég að víkja frá jólalögunum og að… darararamm… JÓLAFÖNDRI!

Á hverjum degi ætla ég að setja inn sniðugt og skemmtilegt jólaföndur af einhverju tagi sem lesendur geta svo spreytt sig á. Jújú, ég ætla að taka mér Herdísi Egilsdóttur til fyrirmyndar og föndra sjálf!!! Svo vil ég fá komment frá ykkur og ábendingar og ekki væri verra ef þið hermduð eftir og póstuðuð afrakstrinum í athugasemdadálkinn!!

Fyrsta jólaföndrið er jólakrans úr gömlum jólakortum, sem ég er viss um að liggja í bunkum á fleiri heimilum en bara hjá mér.

Það sem til þarf er:

  • Nóg af gömlum jólakortum með fallegum myndum
  • Skæri/dúkahnífur
  • Skapalón að einiviðarlaufi (sjá hér)
  • Frauðplasthring ca. 25 cm í þvermál
  • Tannstöngla
  • Fljótandi lím

Ég braut tannstönglana í tvennt þannig að ég fékk tvo bita sem hvor um sig höfðu einn hvassan enda og annan sem var beinn. Tannstönglarnir eru svo límdir aftan á laufblöðin þannig að hvassi endinn snúi niður (sést e.t.v. betur á myndinni):

Þegar límið hefur þornað er lítið mál að raða laufblöðunum á frauðplasthringinn hvert ofan á annað í hring. Þá fær maður krans sem getur litið svona út:

Og svona þegar hann er kominn á útihurðina:

(Hugmynd: Stolið héðan en staðfærð)