Jóladagatal #1

1 Des

Þá er bara kominn 1. desember!
Þið sem hafið verið að fylgjast með þessu bloggi í lengri tíma vitið hvað það þýðir…

JÓLADAGATAL!

Í fyrra póstaði ég jólalögum af youtube á hverjum degi, ógurlega skemmtilegt. Í hitteðfyrra voru það svo jólatextarnir og -vísurnar og þar áður, 2006, var jólalagakosningin mikla þar sem Last Christmas og Nóttin var sú ágæt ein unnu með miklum yfirburðum.

Í ár ætla ég að víkja frá jólalögunum og að… darararamm… JÓLAFÖNDRI!

Á hverjum degi ætla ég að setja inn sniðugt og skemmtilegt jólaföndur af einhverju tagi sem lesendur geta svo spreytt sig á. Jújú, ég ætla að taka mér Herdísi Egilsdóttur til fyrirmyndar og föndra sjálf!!! Svo vil ég fá komment frá ykkur og ábendingar og ekki væri verra ef þið hermduð eftir og póstuðuð afrakstrinum í athugasemdadálkinn!!

Fyrsta jólaföndrið er jólakrans úr gömlum jólakortum, sem ég er viss um að liggja í bunkum á fleiri heimilum en bara hjá mér.

Það sem til þarf er:

 • Nóg af gömlum jólakortum með fallegum myndum
 • Skæri/dúkahnífur
 • Skapalón að einiviðarlaufi (sjá hér)
 • Frauðplasthring ca. 25 cm í þvermál
 • Tannstöngla
 • Fljótandi lím

Ég braut tannstönglana í tvennt þannig að ég fékk tvo bita sem hvor um sig höfðu einn hvassan enda og annan sem var beinn. Tannstönglarnir eru svo límdir aftan á laufblöðin þannig að hvassi endinn snúi niður (sést e.t.v. betur á myndinni):

Þegar límið hefur þornað er lítið mál að raða laufblöðunum á frauðplasthringinn hvert ofan á annað í hring. Þá fær maður krans sem getur litið svona út:

Og svona þegar hann er kominn á útihurðina:

(Hugmynd: Stolið héðan en staðfærð)

9 svör til “Jóladagatal #1”

 1. Helga desember 1, 2009 kl. 13:53 #

  Mér finnst þetta æðislegt, allt saman. Hugmyndin er frábært, föndrið er æði, kransinn er súper og þú alveg heimsins besti bloggari, föndrari og tedrykkjukona sem sögur fara af.

  Húrra fyrir Eyrúnu!

 2. Hilla desember 1, 2009 kl. 14:02 #

  Vá hvað þetta er æðislegt jóladagatal! Á sko bókað eftir ða prófa eitthvað af föndrinu!

 3. sigrúnst desember 1, 2009 kl. 14:24 #

  töff maður

 4. Rósa desember 1, 2009 kl. 14:40 #

  Bravó, góð hugmynd :oD

 5. Erla desember 1, 2009 kl. 15:38 #

  Geðveikt flottur krans Eyrún 🙂

 6. Þórdís desember 1, 2009 kl. 17:37 #

  Þú ert snillingur Eyrún! Takk fyrir að minna mig á bloggið á facebook, ég man aldrei eftir að fara inn á bloggsíður…

  Þetta er rosalega flott hjá þér, á eftir að fylgjast með þér en ég lofa engu um að föndra sjálf! Haha…

 7. eyrun desember 1, 2009 kl. 19:42 #

  Takk fyrir stelpur, *roðn*

  Vonandi stendur þetta litla dagatal undir væntingum! 🙂

 8. Emma desember 2, 2009 kl. 07:38 #

  rosalega flott!

 9. Karen P. desember 2, 2009 kl. 09:28 #

  Vá Eyrún! Frábær hugmynd og metnaður í lagi!
  Ég mun sko fylgjast með og prófa eitthvað af þessu. Húrra fyrir þér..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: