Sarpur | 11:22

Jóladagatal #2

2 Des

Jólaföndur nr. 2 í röðinni er öðruvísi jóladagatal.

Ég hef nú ekki vanist því að fá pakkadagatal en mér hefur alltaf fundist það svolítið krúttleg hugmynd.
Hér er ein skemmtileg hugmynd:

Hér eru trjágreinar settar í vasa og 24 lítil kramarhús hengd á greinarnar. Það sem þarf til að gera kramarhúsin er umbúðapappír (í þykkara lagi), gatari, lím og skæri. Kramarhúsin eru klippt út úr pappanum, límd saman og gat gert fyrir snærið.

Hvert kramarhús er síðan merkt með númeri og hengt á tréð. Síðan eru þau fyllt af litlum smáhlutum, sælgæti eða bara fallegum orðum, t.d. litlu ljóði.

(Hugmynd: Stolið samviskulaust héðan)