Jóladagatal #2

2 Des

Jólaföndur nr. 2 í röðinni er öðruvísi jóladagatal.

Ég hef nú ekki vanist því að fá pakkadagatal en mér hefur alltaf fundist það svolítið krúttleg hugmynd.
Hér er ein skemmtileg hugmynd:

Hér eru trjágreinar settar í vasa og 24 lítil kramarhús hengd á greinarnar. Það sem þarf til að gera kramarhúsin er umbúðapappír (í þykkara lagi), gatari, lím og skæri. Kramarhúsin eru klippt út úr pappanum, límd saman og gat gert fyrir snærið.

Hvert kramarhús er síðan merkt með númeri og hengt á tréð. Síðan eru þau fyllt af litlum smáhlutum, sælgæti eða bara fallegum orðum, t.d. litlu ljóði.

(Hugmynd: Stolið samviskulaust héðan)

5 svör til “Jóladagatal #2”

 1. Helga desember 2, 2009 kl. 11:37 #

  Flott skraut. Svolítið eins og skúlptur. Passar örugglega vel inn á svona mínímalísk heimili.

  Og ég myndi sko setja nammi í öll kramhúsin mín.

 2. Hilla desember 2, 2009 kl. 12:07 #

  Ohh þetta er sniðugt, við áttum svona pakka dagatal þegar við vorum lítil og tókum það meira að segja upp fyrir nokkrum árum þegar ég bjó enn hjá mömmu og pabba. Þá var dagatalið fyrir okkur öll, misjafnt hvenær fólk fékk pakka.

  Mér finnst þetta mjög flott og einfallt dagatal! Kannski maður taki upp á þessu og gefi sjálfum sér nammi á hverjum degi fram að jólum ;o)

 3. gulla desember 2, 2009 kl. 15:53 #

  Hæ hæ,

  Pálína vinkona mín sendi mér linkinn þinn og ég verð að segja að þetta er mjög glæsilegt blogg hjá þér, og föndrið er æðislegt!! Ég er sjálf búin að vera að blogga í mörg ár, og er mikill föndrari, svo ég er spennt að fylgjast með 🙂

  Kveðja,

  Gulla

 4. eyrun desember 3, 2009 kl. 10:22 #

  Takk fyrir! Ég hugsa að ég geri svona dagatal fyrir næstu jól, finnst þetta svo sniðugt. Jafnvel hægt að setja seríu í greinarnar líka.
  Ég hvet ykkur svo að vera dugleg að kommenta ef ykkur líst vel á það sem ég set hérna inn 🙂

 5. Fanný desember 11, 2009 kl. 13:27 #

  Þetta er ótrúlega sniðug hugmynd að dagatali. Væri alveg vís til að gera svona að ári! Ég fékk einmitt pakkadagatal þegar jólasveinarnir hættu að gefa mér í skóinn (ekki slæm skipti, 24 gjafir í stað 13!)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: