Sarpur | 11:01

Jóladagatal #3

3 Des

3. hluti af jólaföndursdagatalinu er pínulítið projekt sem ég dundaði mér við í gærkvöldi. Og tók ekki nema ca. 15 mínútur! Það er kanilstangakertastjaki.

Það sem þarf er lítill glær kertastjaki fyrir sprittkerti, dobbelteip, límbyssa (nýjasta græjan mín!) og svo auðvitað kanilstangir! Ég þurfti að nota 3 poka af kanilstöngum (4-5 í pakka). Kanilstangir eru virkilega ódýrt föndurefni, pokinn kostar 67 krónur í Bónus og svo er bæði hægt að nota þær sem föndurefni en líka sem ilmefni.

Allur galdurinn felst í því að líma kanilstangirnar á kertastjakann, that’s it! Ólyginn tjáði mér að lím úr límbyssum virkaði ekkert voðalega vel á gler og því þyrfti maður að setja dobbelteip fyrst:

En svo getur maður hafist handa við að líma stangirnar á stjakann.Gott að hafa dagblað undir því að ef maður (lesist = ég) er að nota límbyssu í fyrsta sinn þá fer allt út um allt:

Að lokum lítur þetta þá svona út:

Síðan er hægt að skreyta stjakann að vild. Ég setti borða og notaði svo gamlan smellueyrnalokk sem setti punktinn yfir i-ið, finnst ykkur það ekki?

(Hugmynd: Héðan og þaðan af netinu, myndir t.d. hér og hér)