Jóladagatal #3

3 Des

3. hluti af jólaföndursdagatalinu er pínulítið projekt sem ég dundaði mér við í gærkvöldi. Og tók ekki nema ca. 15 mínútur! Það er kanilstangakertastjaki.

Það sem þarf er lítill glær kertastjaki fyrir sprittkerti, dobbelteip, límbyssa (nýjasta græjan mín!) og svo auðvitað kanilstangir! Ég þurfti að nota 3 poka af kanilstöngum (4-5 í pakka). Kanilstangir eru virkilega ódýrt föndurefni, pokinn kostar 67 krónur í Bónus og svo er bæði hægt að nota þær sem föndurefni en líka sem ilmefni.

Allur galdurinn felst í því að líma kanilstangirnar á kertastjakann, that’s it! Ólyginn tjáði mér að lím úr límbyssum virkaði ekkert voðalega vel á gler og því þyrfti maður að setja dobbelteip fyrst:

En svo getur maður hafist handa við að líma stangirnar á stjakann.Gott að hafa dagblað undir því að ef maður (lesist = ég) er að nota límbyssu í fyrsta sinn þá fer allt út um allt:

Að lokum lítur þetta þá svona út:

Síðan er hægt að skreyta stjakann að vild. Ég setti borða og notaði svo gamlan smellueyrnalokk sem setti punktinn yfir i-ið, finnst ykkur það ekki?

(Hugmynd: Héðan og þaðan af netinu, myndir t.d. hér og hér)

6 svör til “Jóladagatal #3”

 1. Marín desember 3, 2009 kl. 11:13 #

  jII en krúttaralegt!
  og sæt jólagjöf lika svona í kreppunni 🙂

 2. Þóra Kristín desember 3, 2009 kl. 11:20 #

  Alger snilld. Líka hægt að kaupa kanilstangir í TIger, slatti í poka fyrir lítið 🙂

 3. Diljá desember 3, 2009 kl. 11:20 #

  namm það hlýtur að koma rosa góð jólalykt af þessum 😉

 4. Sóley desember 3, 2009 kl. 11:35 #

  Æðislegt jóladagatal:) ég er líka mikil föndurkona og alltaf gaman að fá nýjar hugmyndir!

 5. Helga desember 4, 2009 kl. 07:54 #

  Agaleg fínt! Frábær jólagjöf eða í skóinn.
  Eða bara til að hafa heima hjá sér og dást að eigin frumleika og sköpunargáfu.

 6. Hilla desember 5, 2009 kl. 18:25 #

  Sniðugt og jafnfalleg í eigin raun og á myndunum! Það sannreyndi ég í gærkveldi!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: