Sarpur | 11:04

Jóladagatal #4

4 Des

Fjórða jólaföndrið er nú í anda þess að það er föstudagur 😉

Hérna eru búin til lítil krúttleg jólatré úr konfektinu sem boðið er upp á, t.d. í partíinu eða jólaboðinu. Allt sem þarf eru glitrandi pípuhreinsarar (eða bara þessir venjulegu) í mörgum litum. Þeim er svo vafið utan um penna, eða bara fingurinn, og stungið ofan í Ferrero Rocher-kúlur (eða hvaða nammi sem er). Síðan má skreyta með límmiðastjörnum eða öðruvísi litlu skrauti!

(Hugmynd: Stolið samviskulaust héðan)