Sarpur | 17:47

Jóladagatal #6

6 Des

Fór í stórskemmtilegt Skrudduboð með kökum, pökkum og spilum – mér leið eins og jólin væru komin! Takk takk, allar Skruddur!

6. glugginn á jóladagatalinu er þessi fíni jólasveinn í spotta.

Það sem þarf er lítil trékúla/annars konar kúla, rautt og hvítt felt (fæst í föndurbúðum og saumabúðum), pípuhreinsari, límbyssa, svartur penni, nál og tvinni og band til að hengja upp með.

Fyrsta sem gert er er að klippa húfu og skegg út úr feltinu samkvæmt þessu.  Síðan er pípuhreinsarinn þannig að búinn er til hanki á endann á honum en síðan er húfan saumuð utan um hann. Húfan er svo límd á kúluna með því að setja örlítið lím á innra byrðið og skeggið límt á. Augun teiknuð með svörtum penna. Bandið er svo þrætt í gegnum hankann og bundið saman, gott er að líma hnútinn við hankann með smá límdropa!

Hugmynd: Stolið héðan