Jóladagatal #6

6 Des

Fór í stórskemmtilegt Skrudduboð með kökum, pökkum og spilum – mér leið eins og jólin væru komin! Takk takk, allar Skruddur!

6. glugginn á jóladagatalinu er þessi fíni jólasveinn í spotta.

Það sem þarf er lítil trékúla/annars konar kúla, rautt og hvítt felt (fæst í föndurbúðum og saumabúðum), pípuhreinsari, límbyssa, svartur penni, nál og tvinni og band til að hengja upp með.

Fyrsta sem gert er er að klippa húfu og skegg út úr feltinu samkvæmt þessu.  Síðan er pípuhreinsarinn þannig að búinn er til hanki á endann á honum en síðan er húfan saumuð utan um hann. Húfan er svo límd á kúluna með því að setja örlítið lím á innra byrðið og skeggið límt á. Augun teiknuð með svörtum penna. Bandið er svo þrætt í gegnum hankann og bundið saman, gott er að líma hnútinn við hankann með smá límdropa!

Hugmynd: Stolið héðan

3 svör til “Jóladagatal #6”

 1. Karen P. desember 7, 2009 kl. 10:32 #

  Þú ættir að stofna föndurklúbb og vera formaður hans. Eða föndurveldi. Fönduralheimsveldi. Kannski hefurðu þegar gert það!

 2. Hilla desember 7, 2009 kl. 16:20 #

  Vá Karen, fönduralheimsveldi (já eða bara föndurklúbbur) er frábær hugmynd! Styð Eyrúnu til formennsku og pannt vera með! :o)

  Annars man ég eftir að hafa föndrað svona jólasveina í lange baner á jólaföndurdögum í grunnskóla. Hvar þeir eru allir núna hef ég ekki hugmynd um!

 3. Helga desember 8, 2009 kl. 13:14 #

  Hei, ég föndraði líka bunka af svona jólasveinum. Þeir eru örugglega allri á botninum á jólakassa móður minnar – ásamt jólasveinunum sem ég föndraði úr klósettpappírshólkum.
  Frekar ósmekktlegt hráefni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: