Jóladagatal #7

7 Des

Ég áttaði mig á því að ég hef mun meira gaman af föndri sem viðkemur pappírsskrauti og -dóti, þannig að ég bið þá lesendur (þær) að fyrirgefa sem eru miklar sauma- eða prjónakonur. Ég er bara svakalega lítið inni í svoleiðis hlutum (nema þá kannski útsaumi). Hérna kemur ein lítil uppskrift að pappírsskrauti: Jólatré úr pappa.

Það sem þarf eru grænn pappi, skæri, viðarprjónn (grillpinni t.d.) og límbyssa. Fyrst er byrjað á því að klippa út úr pappanum hringi (5-15 cm). Hver hringur er svo brotinn í fernt, og svo aftur í fernt. Þegar brotið hefur verið er sneitt ofan af hringnum svo að lítið gat sé í miðjunni.

Hringunum er síðan raðað á pinnann eftir stærðarröð (sá minnsti efst) í líki jólatrés. Lítill límdropi er látinn neðan á hvern hring og haldið við í nokkrar sekúndur. Neðsti hringurinn á að gera tréð stöðugt þannig að grillpinninn er klipptur örlítið fyrir ofan neðsta barðið.

Að lokum má skreyta t.d. með því að setja litla gyllta perlu ofan á toppinn á trénu (oddinn á grillpinnanum). Voilá!

Hugmynd: Stolið frá engri annarri en sjálfri Mörthu Stewart!

5 svör til “Jóladagatal #7”

 1. Þórdís desember 7, 2009 kl. 14:59 #

  Ég skal reyna að fyrirgefa! 🙂

 2. Hilla desember 7, 2009 kl. 16:23 #

  Ég er líka meira fyrir svona pappírsföndur en prjón og saum svo ég þarf ekkert að fyrirgefa! Elska hreinlega að búa til jólakort. Uppáhaldsföndrið mitt er samt gjafapökkun, verst samt að það föndur fer oftast fljótlega í ruslið.

 3. Erla J desember 7, 2009 kl. 18:26 #

  Gassalega er þetta smekklegt og ótrúlega er þetta skemmtileg hugmynd af jóladagatali. Hlakka til að fara í leikhús með þér á föstudaginn 🙂

 4. eyrun desember 7, 2009 kl. 20:01 #

  Takk fyrir það, kæru!
  Erla, ég held að við séum að fara á fimmtudaginn 10. des – jú, það var ekkert laust 11. des!

 5. Erla J desember 8, 2009 kl. 00:25 #

  Sjett! Var búin að ákveða að 10. væri föstudagur!! Á að vera að vinna frameftir öllu á fimmtudaginn. Hlýt að geta reddað því. Heyri í þér á morgun (þriðjudag).

  E

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: