Sarpur | 09:37

Jóladagatal #8

8 Des

Í dag ætla ég að sýna ykkur jólasmákökuföndrið mitt á laugardaginn var. Sum sé: jólabakstur.

Þetta er uppskrift frá danskri langömmu minni og nöfnu og þær eru alltaf kallaðar ömmukökur heima hjá mér. 250 gr af smjöri og 250 gr af sykri eru brædd saman í potti og sýrópi bætt út í (100-200 gr). Síðan er kryddi bætt út í og heilum möndlum. Herlegheitin eru krydduð með engiferi, negul, pottösku og allra handa.

Hrært í þar til blandan nær suðumarki. Þá er 500 gr. af hveiti bætt saman við.

Deigið lét ég svo kólna í pottinum í smá stund þar til það varð meðfærilegt. Þá rúllaði ég því upp í lengjur sem síðan eru kældar vel í ísskáp (ca. 3-4 tíma).

Þær eru svo skornar niður í þunnar sneiðar, skellt á bökunarplötu og bakaðar efst í ofni í 7-8 mínútur (135-180°C)

Kökurnar verða þunnar og dálítið stökkar – nammi namm!