Jóladagatal #9

9 Des

Uppfært: Mæli með því að fönduróðir skoði Fréttablaðið í dag, þar er kálfur um handgert skraut 🙂

9. glugginn í jóladagatalinu er þessi pappírsjólastjarna!

Eins og sést á stimplinum á myndunum er þetta ekki mín eigin hugmynd en ég ætla að reyna að framkvæma hana sem fyrst því að mér líst vel á þetta. Það sem þarf er pappír, límstifti og skæri.

Maður þarf fyrst af öllu fallega lit A4-blað/origami-pappír. Sníða þarf það til svo að allar hliðar séu jafnlangar.

Síðan er það brotið í tvennt, svona:

Svo er blaðið brotið aftur í tvennt svo að maður er með lítinn ferning. Svo er blaðið opnað í sundur aftur.

Blaðið er svo brotið langsum svo að annað hornið snerti hitt. Blaðið opnað í sundur aftur.

Blaðið brotið aftur langsum svo að hin hornin tvö snertist. Þegar blaðið er opnað í sundur aftur eiga að sjást 8 þríhyrningar.

Síðan er klippt upp í allar hliðar til hálfs, alls fjórum sinnum.

Brjótið hvert brot frá klippta hlutanum og að brotlínunni í pappírnum.

Svona lítur fyrsti armur stjörnunnar út. Endurtakið þar til allir fjórir eru tilbúnir.

Svona lítur þá stjarnan út:

Síðan er límt með límstiftinu ofan á vinstri helming hvers arms á stjörnunni.

Síðan er hægri hluti armsins límdur ofan á alveg að samskeytum. Þrýst saman. Endurtekið við hina armana líka. Að síðustu getur þurft að ýta brotinu efst á stjörnunni út.

Svona lítur þá fyrri helmingur stjörnunnar út. Endurtakið til að gera seinni helminginn. Helmingarnir er svo límdir saman á þann hátt að allir 8 armar stjörnunnar eru sjáanlegir.

Fínasta stjarna til að hengja í gluggann!

Hugmynd: Stolið héðan (eins og sést)

4 svör til “Jóladagatal #9”

 1. Helga desember 9, 2009 kl. 17:34 #

  Aaagalega krúttlegt.

 2. Erla J desember 10, 2009 kl. 00:28 #

  ú sneddí, þetta ætti ekki að vera of mikið mál að framkvæma.

 3. Þóranna desember 10, 2009 kl. 04:18 #

  Sæl Eyrún,
  ég rakst á síðuna þína þegar ég var að gúgla Skólakór Garðabæjar (ótrúlegt hvað maður fer að gera í prófalestri). Frétti um daginn að þið hafið hist, gamli kórinn fyrir löngu síðan. Er eitthvað á planinu að hittast aftur? Ég væri ofsalega til í að joina ef svo fer að þetta gerist aftur… 🙂

  Mbk.
  Þóranna Hrönn

 4. Hilla desember 10, 2009 kl. 10:33 #

  Spennó!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: