Sarpur | 17:44

Jóladagatal #10

10 Des

Ahh… loksins tókst mér að klára að skrifa jólakortin! Bunkinn er búinn að liggja fyrir framan mig heillengi og bíða eftir að verða kláraður. Núna er ég á leiðinni með þau í póst, vuhú!

Í tilefni af því er ekki úr vegi að smella inn myndum af herlegheitunum. Mér finnst nú yfirleitt skemmtilegra að vita ekki hvernig jólakortin líta út sem ég fæ, en ykkur finnst kannski bara gaman að sjá þau svona fyrir fram!
Ég bjó þau til frá grunni (nánast) en ætla ekki að útskýra nánar 🙂 Sumir vita þó alveg hvaða efni ég notaði í þau!