Sarpur | 21:59

Jóladagatal #11

11 Des

Í 11. glugganum er uppskrift í krukku sem gæti verið hugmynd að jólagjöf 🙂

Allt sem þarf er:

 • Þurrefnin úr uppáhaldsuppskriftinni þinni
 • Myndir af útkomu uppskriftarinnar
 • Nokkuð stór krukka
 • Skæri og lím
 • Smá skær-/skemmtilega mynstraður efnisbútur
 • Borði
 1. Byrjaðu á því að velja uppáhaldsuppskriftina þína/uppskrift úr fjölskyldunni, sem hefur bæði þurrefni og vökva. Kökur eða smákökur eru tilvaldar og undirbúðu hana.
 2. Komdu þurrefnunum fyrir í krukkunni í lögum eftir áferð og lit (t.d. hveiti, púðursykur, lyftiduft, kanill…)
 3. Skrúfaðu lokið á og festu efnisbútinn á með borðanum.
 4. Taktu svo mynd af útkomunni, t.d. þegar kakan hefur verið bökuð og prentaðu hana út í passamyndarstærð.
 5. Meðfylgjandi krukkunni geturðu látið fylgja aðrar uppáhaldsuppskriftir í litlum bæklingi sem er eins og pakkamiði. Framan á hann límirðu passamyndina af uppskriftinni í krukkunni. Hérna geturðu fundið útlit bæklingsins. Gakktu frá bæklingnum og festu við krukkuna með því að gata eitt hornið og þræða borðann í gegn. Þannig getur sá sem fær gjöfina einnig prófað aðrar skemmtilegar uppskriftir sem þú hefur í pokahorninu um leið og hann klárar að baka það sem í krukkunni er.

Hugmynd: Stolið samviskulaust héðan.