Jóladagatal #11

11 Des

Í 11. glugganum er uppskrift í krukku sem gæti verið hugmynd að jólagjöf 🙂

Allt sem þarf er:

 • Þurrefnin úr uppáhaldsuppskriftinni þinni
 • Myndir af útkomu uppskriftarinnar
 • Nokkuð stór krukka
 • Skæri og lím
 • Smá skær-/skemmtilega mynstraður efnisbútur
 • Borði
 1. Byrjaðu á því að velja uppáhaldsuppskriftina þína/uppskrift úr fjölskyldunni, sem hefur bæði þurrefni og vökva. Kökur eða smákökur eru tilvaldar og undirbúðu hana.
 2. Komdu þurrefnunum fyrir í krukkunni í lögum eftir áferð og lit (t.d. hveiti, púðursykur, lyftiduft, kanill…)
 3. Skrúfaðu lokið á og festu efnisbútinn á með borðanum.
 4. Taktu svo mynd af útkomunni, t.d. þegar kakan hefur verið bökuð og prentaðu hana út í passamyndarstærð.
 5. Meðfylgjandi krukkunni geturðu látið fylgja aðrar uppáhaldsuppskriftir í litlum bæklingi sem er eins og pakkamiði. Framan á hann límirðu passamyndina af uppskriftinni í krukkunni. Hérna geturðu fundið útlit bæklingsins. Gakktu frá bæklingnum og festu við krukkuna með því að gata eitt hornið og þræða borðann í gegn. Þannig getur sá sem fær gjöfina einnig prófað aðrar skemmtilegar uppskriftir sem þú hefur í pokahorninu um leið og hann klárar að baka það sem í krukkunni er.

Hugmynd: Stolið samviskulaust héðan.

5 svör til “Jóladagatal #11”

 1. Jónína desember 12, 2009 kl. 13:27 #

  Ég kíki reglulega á bloggið þitt. Mér finnst þetta afskaplega skemmtilegt hjá þér og gaman að sjá hvað þú ert hugmyndarík og myndarleg í höndunum.

 2. Eyrún Ellý desember 13, 2009 kl. 13:05 #

  Takk fyrir það 🙂

 3. Þórdís desember 14, 2009 kl. 11:40 #

  Í fyrra fengum við þurrefni í amerískar pönnukökur og með fylgdu súkkulaðidropar út í deigið, flaska af hlynsírópi, tvö kakóbréf og tveir flottir málaðir piparkökukallar. Við fengum okkur amerískar pönnukökur í morgunmat á jóladag og annan í jólum…. 🙂

 4. Hilla desember 14, 2009 kl. 13:13 #

  Vá þetta er sniðugt!

 5. Helga desember 14, 2009 kl. 13:28 #

  þetta er mjög fínt! Og sniðugt að gefa litlar flöskur af „blautefnunum“ með.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: