Sarpur | 10:27

Jóladagatal #12

12 Des

12. færslan í jóladagatalinu er mitt eigið föndur, blúndukertastjaki. Ég fann reyndar svipað á netinu (og bæti hugmyndinni við þegar ég finn hana aftur…) en þá var notast við pappírsdúllur, svipaðar þeim sem notaðar eru undir kökudiska.
Slíkar dúllur eru ekki á hverju strái og því datt mér í hug að nota í staðinn blúndu af gardínu sem ég fékk í Góða hirðinum.

Það sem þarf er glær kertastjaki, límbyssa og dobbelteip, þunnt siffon-efni og blúnda (pappírs eða efnis).

Byrjað er að líma dobbelteipið á glerið sbr. kanilstangakertastjakann.

Síðan er siffonið límt á. Erfiðast var að slétta úr því þannig að það leggðist jafnt yfir allan stjakann.

Síðan klippti ég blúnduna út úr gardínunni sem ég notaði og límdi með límbyssu yfir siffonið.

Eftir þetta var blúndan misvel límd og ekki mjög þétt upp við. Ég lakkaði því yfir með glæru lakki.

Svona kemur þetta þá út!