Jóladagatal #12

12 Des

12. færslan í jóladagatalinu er mitt eigið föndur, blúndukertastjaki. Ég fann reyndar svipað á netinu (og bæti hugmyndinni við þegar ég finn hana aftur…) en þá var notast við pappírsdúllur, svipaðar þeim sem notaðar eru undir kökudiska.
Slíkar dúllur eru ekki á hverju strái og því datt mér í hug að nota í staðinn blúndu af gardínu sem ég fékk í Góða hirðinum.

Það sem þarf er glær kertastjaki, límbyssa og dobbelteip, þunnt siffon-efni og blúnda (pappírs eða efnis).

Byrjað er að líma dobbelteipið á glerið sbr. kanilstangakertastjakann.

Síðan er siffonið límt á. Erfiðast var að slétta úr því þannig að það leggðist jafnt yfir allan stjakann.

Síðan klippti ég blúnduna út úr gardínunni sem ég notaði og límdi með límbyssu yfir siffonið.

Eftir þetta var blúndan misvel límd og ekki mjög þétt upp við. Ég lakkaði því yfir með glæru lakki.

Svona kemur þetta þá út!

3 svör til “Jóladagatal #12”

 1. Hilla desember 14, 2009 kl. 13:15 #

  Þessi er flottur, kemur ekkert smá vel út þegar búið er að kveikja á kertinu!

 2. Helga desember 14, 2009 kl. 13:27 #

  Þetta er alveg íðilfagurt!
  Ég á einmitt bunka af ljótum ketaglösum sem hægt væri að gera svona fínt-fínt við.

 3. Marín desember 18, 2009 kl. 11:19 #

  ótrúlega sætt!
  …og jafnvel hægt að nota líka litlu glerkerinn sem eru utan um barnamat!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: