Jóladagatal #13

13 Des

Í þrettánda glugganum er svolítið jólaskraut frá skemmtilegri handavinnukonu, Lupin.
Hún saumar (flest)allt í höndunum og það kemur virkilega vel út hjá henni.

Það sem þarf til er:

 • Saumanál
 • Títiprjónar
 • Nokkrir litir af fílt-efni (að minnsta kosti tvo)
 • Saumþráður í stíl
 • Borðar til að hengja upp
 • Saumaskæri

Fyrst er mynstrið klippt út og svo sniðið eftir því á efninu.

Síðan eru tveir litir valdir til að fá fram þessa skemmtilegu „contrasta“.
Fyrsta sniðið er svo nælt með títiprjóni á hið síðara – munið að gera ráð fyrir kanti!
Svo er þráður í sama lit og síðara fíltefnið notaður til að sauma hið fyrra við.

Saumsporið verður að vera eins jafnt og hægt er þar sem þetta á líka að vera til skrauts,
en ekki bara til að halda efnisbútunum saman! Hins vegar er líka hægt að nota þráð í sama lit og hið fyrra,
ef maður er ekki mjög klár í saumaskapnum:


Síðan er títiprjónninn tekinn og klippt u.þ.b. 1/2 – 1 cm frá kantinum á efra fíltinu.
Betra að klippa meira en minna, þá er alltaf hægt að taka meira af því síðar.


Nú er komin ein hlið af skrautinu. Hin hliðin er gerð á nákvæmlega sama hátt.

Því næst er borðinn valinn, og brotinn í tvennt til að búa til lykkju. Hann er síðan saumaður aftan á fremra stykkið og á því ekki að sjást í endann þegar báðar hliðar hafa verið saumaðar saman.

Að lokum er bara að sauma hliðarnar saman og það er gert með því að hafa þráðinn í sama lit og neðra fíltið og saumað eins nálægt kantinum á efra fíltinu og hægt er.

Hérna eru hugmyndir Lupinar um mynstur:

Voilá! Svaka fínt á jólatréð!

Hugmynd: Áðurnefnd síða hjá Lupin, hér.

8 svör til “Jóladagatal #13”

 1. Emma desember 14, 2009 kl. 11:23 #

  vá hvað þetta er fallegt.. ætla að framleiða nokkur stykki af svona fyrir næstu jól..

 2. Karen P. desember 14, 2009 kl. 11:48 #

  Einfalt og fallegt.
  Hvar er best að fá fílt?
  Ég er með þessa reglu mína að hafa bara heimagert skraut á jólatrénu mínu (ehh… þetta er reyndar bara annað árið í þessari „reglu“ minni þar sem þetta verður bara annað árið sem ég er með eigið alvöru jólatré) og ætla að reyna gera nokkrar svona núna 🙂

 3. Hilla desember 14, 2009 kl. 13:22 #

  Þetta er ákúrat eitthvað sem ég væri til í að gera. Kannski maður prófi!

 4. Helga desember 14, 2009 kl. 13:26 #

  Mjög smart.
  Var einmitt í Tiger í gærkvöldi og sá að þar er hægt að kaupa filtefni í nokkrum litum, saman í pakka.
  Þetta er rétt við innganginn í Tiger í Kringlunni.

 5. Ragnheiður desember 14, 2009 kl. 19:51 #

  Vá, ég hef bara alveg gleymt að skoða bloggið þitt í desember!! Þetta er alveg frábært hjá þér!! Skemmtilegt að skoða svona einfalt föndur.
  Þetta jóladagatal þitt er sko „uppáhalds“ hjá mér núna.

 6. Karen P. desember 16, 2009 kl. 11:20 #

  Aha ég keypti fílt í Tiger og gerði nokkur svona í gær, ætla að gera fleiri, þetta er gaman 🙂

 7. eyrun desember 16, 2009 kl. 13:11 #

  Ég legg til að jóladagatalið á næsta ári verði hjá þér, Karen – þú ert svo framtakssöm! 😉

 8. Helga desember 17, 2009 kl. 08:16 #

  Jisús! Ætlar þú að hætta með jóladagatal ef Karen verður með svoleiðis á næsta ári?
  Það finnst mér afleit hugmynd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: