Jóladagatal #16

16 Des

Jólaföndur nr. 16 er jólakúla með álímdum myndum.

Það sem þarf er:

  • Frauðplastkúla
  • Fallegar myndir (ég klippti út úr dagblaði)
  • Lím
  • Borði eða band til að hengja upp
  • Heftari

Ég byrjaði á því að hefta borðann við kúluna. Síðan passaði ég að líma myndirnar vel yfir endana.

Svo eru myndirnar bara límdar á. Ég þurfti að klippa þær aðeins niður svo að þær pössuðu og penslaði svo yfir með lími.

Eftir að allar myndirnar voru komnar á sá ég að það var kannski ekki besta hugmyndin að nota dagblaðapappír þar sem prentið kom allt í gegn. En ég hengdi kúluna upp til þerris og þá var hún svona:

Daginn eftir hafði hún skánað heilmikið – en það er kannski ráð að nota þykkari pappír/glanspappír í svona, en hann er þá náttúrulega stífari og ekki eins meðfærilegur. Kúlan fer alla vega á jólatréð 🙂

Eitt svar til “Jóladagatal #16”

  1. Helga desember 17, 2009 kl. 08:12 #

    Mér finnst hún flott svona! Góð hugmynd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: