Jóladagatal #17

17 Des

Í 17. glugganum er haldið aðeins áfram með hugmyndina frá því í gær með tappaskrauti.

Það sem þarf er:

  • Nokkrir gos- eða bjórflöskutappar
  • Gömul jólakort eða gjafapappír sem hægt er að klippa út úr
  • Límbyssa
  • Skæri
  • Blýant
  • Borða eða annað til að nota til að hengja upp

Byrjað er á því að klippa út úr kortunum eða pappírnum myndirnar sem á að nota. Þær eru klipptar í litla hringi sem passa inn í tappana. Gott að nota blýantinn til að strika út fyrir myndunum.

Myndirnar eru svo límdar með límbyssu inni í tappann og þrýst létt á.

Síðan er borðinn eða það sem nota á til að hengja upp (perlufesti á myndunum) límd aftan á tappann og látið þorna. Þá er skrautið tilbúið til að hengja á jólatréð!

Hugmynd: Stolið héðan.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: