Jóladagatal #19

19 Des

19. glugginn er svolítið sem ég hef verið að prófa og ætla að nota t.d. í innpökkun jólagjafa í ár; pappírsjólakúlur.

Það sem þarf er:

 • Litríkur pappír
 • Skæri (ég notaði reyndar skurðarhníf)
 • Gatari
 • Litlir stálpinnar sem notaðir eru til að festa pappírinn saman, keypti í föndurbúð en fást örugglega víðar.

Byrjað á því að klippa/skera pappírinn til. Ég prentaði út mynstur af netinu sem náði langsum yfir A4-síðu og prófaði annars vegar að klippa það í tvennt og þrennt, til að fá tvær mismunandi stærðir af kúlum.

Nota þarf 10-15 renninga af pappír. Þeir eru síðan gataðir með gataranum. Ég er með gatara sem gerir lítið gat og tekur ekki mjög mikið í einu þannig að ég varð að skipta bunkanum upp.

Síðan eru stálpinnarnir festir í gatið. Þeir eru klofnir í endann svo að hægt er að brjóta þá út og festa þannig pappírinn saman.

Svona lítur þá pappírsbunkinn út að aftan:

Þegar þetta er tilbúið er byrjað á því að snúa varlega við síðasta renningnum þannig að mynstrið snúi út.

Síðan er restinni snúið á sama hátt. Passið bara að festingin aftan á stálpinnanum rífi ekki pappírinn.

Mínar jólakúlur komu svona út: Sú minni varð þéttari og meiri kúla því að þar voru fleiri renningar, en sú stærri gisnari en samt svolítið flott.

Svo má festa bandspotta í kúlurnar og hengja t.d. á jólatréð eða festa á pakkann. Einnig er hægt að festa nokkrar saman og búa til óróa. Svo má auðvitað nota þær til annars skrauts; setja nokkrar saman í glæran vasa sem borðskraut t.d.

Hugmynd: M.a. héðan!

4 svör til “Jóladagatal #19”

 1. Erla J desember 21, 2009 kl. 00:19 #

  Mjög flott, verð að prófa þetta.

 2. Helga desember 22, 2009 kl. 09:59 #

  Mjög dúllulegt.
  Held samt að ég myndi ekki þora að setja svona á jólapakka, það bögglast bara.
  Og ég myndi miklu frekar GEFA svona sem jólagjöf heldur en hengja þetta utan á pakka.

 3. Hilla desember 28, 2009 kl. 11:42 #

  Vá þetta ætla ég einhvertíman að prófa!

 4. Hilla desember 28, 2009 kl. 18:12 #

  Var að prófa og þetta heppnaðist með ágætum, verst að myndavélin mín er heima hjá ömmu svo ég get ekki myndað gripinn!

  Gerði litla kúlu (9,5 cm langir rennngar) úr röndóttum papprí í bleikum tónum sem ég keypti í Litum og föndri. Kom allveg hreint ágætlega út! Eina sem mér finnst erfitt í þessu er að klippa renningan til þannig að þeir séu allir jafn stórir!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: