Sarpur | 13:50

Jóladagatal #20

20 Des

Í dag er 20. desember og föndur dagsins er fyrir alla pípuhreinsaravini: Pípuhreinsaraórói eða -hengi.

Það sem þarf eru bara pípuhreinsarar (í hengið á myndinni voru notaðir um 150), skæri og þolinmæði! Þetta tekur dálítinn tíma en kemur ofsalega skemmtilega út sem órói, hengi fyrir glugga eða til að skipta herbergi upp eða jafnvel hangandi yfir lampaskerm.

1. Til að gera blómblöðin, er pípuhreinsarinn beygður til helminga og festur saman með því að snúa endana tvo saman. Um 1 cm er síðan skilinn eftir við hvorn enda. Síðan er myndað blómaform með því að teygja pípuhreinsarann aðeins til. Þetta getur líka litið svolítið út eins og fiskur.

2. Til að gera miðjuna á blóminu er pípuhreinsari klipptur í tvennt og beygður í hring, endarnir festir saman og gengið frá þeim með því að vefja um hringinn sjálfan á hvora hlið.

3. Til að gera demantsformið, er heill pípuhreinsari beygður í rétt horn (90°) á nokkrum stöðum. Síðan er endunum snúið saman eins og  með blómblöðin og skilinn eftir ca. 1 cm á hvorum enda.

4. Þessir hlutar eru svo allir festir saman með því að endarnir á blómblöðunum eru festir við miðjuna og demantsformin við blómblöðin. Allir lausir endar eru festir við annað form. Til að tengja heilt blóm við annað eru auka pípuhreinsarar notaðir til festingar.

5. Síðan er haldið áfram að búa til svona blóm og form þar til nóg efni er í hengið eða óróann. Þá eru farið að festa þau öll saman á víð og dreif. Gott að halda henginu uppi til að sjá hvar bæta þarf við. Efst er svo bætt við pípuhreinsurum í hringjum til að hengja upp. Voilá!

Hugmynd: Stolið héðan!