Jóladagatal #21

21 Des

Jæja, þá er maður heldur betur kominn í jólagírinn. Brátt fer líka að líða að því að jólagjöfum verði pakkað inn og í 21. glugganum er auðvelt jólapakkaskraut.

Það sem þarf er:

 • Skæri
 • Tómar klósettrúllur
 • Marglitt ullargarn (a.m.k. 120 cm langt)

Byrjað er á því að brjóta klósettrúlluna saman og klippa niður í ca. 1 cm langa búta.

Síðan er bara hafist handa við að vefja garninu á. Passið að skilja eftir nægan enda þegar þið byrjið og að vefja nokkuð þétt. Þegar komið er hringinn þá eru endarnir tveir bundnir saman.

Ef gera á fleiri en eitt skraut er slíkt hið sama gert við aðra búta.

Síðan er bara að festa skrautið á pakkann. Fleiri not má örugglega finna fyrir svona skraut, t.d. sem borðskraut, sérvéttuhringi eða sem jólatrésskraut!

Hugmynd: Stolið samviskulaust héðan!

3 svör til “Jóladagatal #21”

 1. Helga desember 22, 2009 kl. 09:55 #

  Ótrúlega fínt! Meira segja ég gæti gert þetta og mögulega nennt því.

 2. Hilla desember 28, 2009 kl. 11:47 #

  Þetta lýst mér vel á og á örugglega eftir að gera einhvertíman! Minnir svolítið á aðferðina sem ég nota einmitt við servíetuhrininga mína!

Trackbacks/Pingbacks

 1. FF #22 « … með límbyssuna að vopni! - júní 4, 2010

  […] Fyrir dömuboð. Ég notaði aðferðina úr þessu jólaföndri til að búa til blómið. Keypti spöngina í Tiger, límdi á hana blúndu og blómið og ofan á […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: