Jóladagatal #23

23 Des

(Gleðileg jól öll sömul! Ég kom mér aldrei í það að opna föndurgluggana fyrir Þorláksmessu og aðfangadag en finnst hálf hallærislegt að sleppa þeim svo að …)

… hér kemur 23. glugginn: Pappírsstjarna!

Ég rakst fyrst á þessar stjörnur í tölvudeildinni í vinnunni en þar var jólaskreytingarkeppni. Mér var sagt að þetta væri bara minnsta mál í heimi að gera og þess vegna ætla ég að smella þessu hér inn.

Það sem þarf eru einfaldlega nokkur A4-blöð, skæri, glært límband og heftari.

Til að búa stjörnuna til þarf 6 A4-blöð, eitt fyrir hvern arm. Byrjað er á því að sníða hvert blað þannig að allar hliðar séu jafnlangar. Síðan er blaðið brotið í tvennt svo að þríhyrningur myndast. Í hann eru svo klippt sex sinnum, þrisvar hægra megin og þrisvar vinstra megin, sbr. myndina:

Síðan er blaðið brotið í sundur og þá á það að líta svona út:

Byrjað er á því að rúlla miðjunni þétt saman og mynda svona pulsu:

Síðan er blaðinu snúið við og næstinnsti hringurinn límdur saman í hina áttina. Hann er mun víðari og sívalari en fyrsti hringurinn.

Svona er einnig gert við þriðja og fjórða hringinn og að endingu lítur armurinn svona út:

Þá er fyrsti armur stjörnunnar tilbúinn og nú þarf að gera slíkt hið sama við hina fimm. Síðan er að festa alla armana saman. Fyrst eru þrír armar festir saman með því að taka efst um þá alla með einni hönd og hefta saman.

Síðan er hinn helmingur stjörnunnar heftaður við hinn fyrri.

Gott er að hefta armana saman til að koma í veg fyrir að þeir losni í sundur. Best er að hefta þar sem armarnir eru límdir saman á ysta hringnum.

Nú á stjarnan að vera tilbúin!
Fleiri föndurbloggarar hafa notað þetta mynstur t.d. í fíltefni. Þá er búinn til einn stjörnuarmur og í stað þess að líma endana saman eru þeir saumaðir saman. Hægt er að búa til fínasta óróa úr þessu:

Hugmynd: Stolið héðan!

2 svör til “Jóladagatal #23”

  1. Hilla desember 28, 2009 kl. 11:52 #

    Þetta er ógó flott, sérstaklega finnst mér filt myndin flott bara með einum armi! Á bókað eftir að prófa þetta t.d. sem pakkaskraut!

  2. Ragnheiður desember 31, 2009 kl. 15:26 #

    Börnin á leikskólanum hjá mér hafa verið að gera svona stjörnur. Rosa gaman og flott 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: