Sarpur | 10:38

Jóladagatal #24

24 Des

(Gleðileg jól öll sömul! Ég kom mér aldrei í það að opna föndurgluggana fyrir Þorláksmessu og aðfangadag en finnst hálf hallærislegt að sleppa þeim svo að …)

Hér kemur 24. glugginn á aðfangadag: Innpökkun gjafa!

Í dag verða ekki hefðbundnar leiðbeiningar heldur ætla ég að setja inn myndir af gjöfunum innpökkuðum.

Ég notaði hefðbundinn umbúðapappír í brúnum og grænum lit og gerði svo ýmsar skreytingarútfærslur. Það sem ég hafði ákveðið var að skrifa nafn hvers og eins á pakkann (sbr. þessa hugmynd) og ég gerði það á flesta pakkana (a.m.k. hjá flestum í fjölskyldunni sem kunna að lesa 😉 )

Síðan prentaði ég út jólalaganótur og notaði sem skraut, sem og kúlurnar úr 19. glugga hér að framan.

Ég fann ofsalega skemmtilegan blúndulímborða í Megastore í Smáralind og hann kom vel út á pakka:

Ég gerði um 100 stk af dúskum fyrir jólin (þ.e. í jólagjöf) og átti nokkra afgangs sem ég skreytti pakka með:

Ég varð mér líka út um litla trébúta sem ég notaði sem pakkamiða á suma pakka:

Í Megastore fann ég loksins pappírsdúllur sem ég hef verið að leita að í allt haust, bæði í hvítu og gylltu og notaði þær á pakka:

Ég gerði líka nokkra pakkaskrautið í 21. glugga og setti á skókassa með dúsk og skreytti líka með úrklippum af jólakortunum í ár:

Takk kærlega fyrir að hafa lesið (og kommentað) jóladagatalið mitt í ár! Ég skemmti mér konunglega þrátt fyrir að hafa ekki náð að föndra næstum því allt sem mig langaði að gera. Stundum varð ég því að finna netleiðbeiningar að hlutum sem ég náði ekki að gera…vona að þær hafi ekki verið síðri!

Ég fer kannski að snúa mér meira að föndurbloggi, eins og svo margir virðast lesa og skemmta sér yfir!