Jóladagatal #24

24 Des

(Gleðileg jól öll sömul! Ég kom mér aldrei í það að opna föndurgluggana fyrir Þorláksmessu og aðfangadag en finnst hálf hallærislegt að sleppa þeim svo að …)

Hér kemur 24. glugginn á aðfangadag: Innpökkun gjafa!

Í dag verða ekki hefðbundnar leiðbeiningar heldur ætla ég að setja inn myndir af gjöfunum innpökkuðum.

Ég notaði hefðbundinn umbúðapappír í brúnum og grænum lit og gerði svo ýmsar skreytingarútfærslur. Það sem ég hafði ákveðið var að skrifa nafn hvers og eins á pakkann (sbr. þessa hugmynd) og ég gerði það á flesta pakkana (a.m.k. hjá flestum í fjölskyldunni sem kunna að lesa 😉 )

Síðan prentaði ég út jólalaganótur og notaði sem skraut, sem og kúlurnar úr 19. glugga hér að framan.

Ég fann ofsalega skemmtilegan blúndulímborða í Megastore í Smáralind og hann kom vel út á pakka:

Ég gerði um 100 stk af dúskum fyrir jólin (þ.e. í jólagjöf) og átti nokkra afgangs sem ég skreytti pakka með:

Ég varð mér líka út um litla trébúta sem ég notaði sem pakkamiða á suma pakka:

Í Megastore fann ég loksins pappírsdúllur sem ég hef verið að leita að í allt haust, bæði í hvítu og gylltu og notaði þær á pakka:

Ég gerði líka nokkra pakkaskrautið í 21. glugga og setti á skókassa með dúsk og skreytti líka með úrklippum af jólakortunum í ár:

Takk kærlega fyrir að hafa lesið (og kommentað) jóladagatalið mitt í ár! Ég skemmti mér konunglega þrátt fyrir að hafa ekki náð að föndra næstum því allt sem mig langaði að gera. Stundum varð ég því að finna netleiðbeiningar að hlutum sem ég náði ekki að gera…vona að þær hafi ekki verið síðri!

Ég fer kannski að snúa mér meira að föndurbloggi, eins og svo margir virðast lesa og skemmta sér yfir!

5 svör til “Jóladagatal #24”

 1. Þórdís desember 29, 2009 kl. 13:13 #

  Já það er svo sannarlega gaman að fylgjast með föndurblogginu, og ekki verra að fá áminningu inni á Facebook 🙂 Er Megastore sem sagt nýjasta leynivopn föndrarans?

 2. eyrun desember 29, 2009 kl. 13:35 #

  Já, það er ýmislegt hægt að finna þar, en líka í hinum ódýru búðunum (Tiger, Söstrene og svo í Klinkinu í Skeifunni).

 3. Hilla desember 31, 2009 kl. 00:12 #

  Þetta var svakalega gaman! Hlakka til ef þú bloggar meira um föndur!

  Hvar er annars þessi búð Megastore? Greinlegt að ég þarf að kíkja þangað!

 4. Ragnheiður desember 31, 2009 kl. 15:29 #

  Ég verð nú að segja að maður fékk bara minnimáttarkend að fá svona flotta pakka. Arnóri Gauta þótti ekki slæmt að sjá nafnið sitt stórum stöfum á pakka undir tréinu 🙂 Vona bara að þið hafið verið brjálæðislega pakka-gráðug og rifið okkar pakka hratt og örugglega upp án þess að pæla í innpökkunaraðferð 😉
  Takk fyrir okkur :I

 5. Helga janúar 2, 2010 kl. 11:09 #

  Þetta er alveg agalega fínt! Mér fannst pakkinn minn alveg frábært, tímdi varla að opna hann og gjöfin sjálf er alveg æðisleg!

  Óli er búinn að hengja kransinn upp fyrir utan hurðina hjá okkur og ég er að hugsa um að gera þetta að allsherjarkransi frekar en jólakransi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: