Sarpur | 10:52

Ekki áramótaheit!

4 Jan

Gleðilegt nýtt ár, gott fólk!
2010 verður gott ár og ég ætla svo sannarlega ekki að hlusta á neinar svartsýnisspár. Mín tilfinning er líka að fólk ætli að hugsa betur um sjálft sig og persónulegur þroski verði lykilorðið…

Ég setti mér nokkur markmið (ekki áramótaheit!) fyrir nýja árið:

1. Að minnka Facebook-notkun.

2. Að vera duglegri að heimsækja vini og ættingja.

3. Að fá útrás fyrir föndursköpunargleðina. Ég fann það í jóladagatalinu að sköpunarbrunnurinn sem ég sótti í er mun dýpri og vatnsmeiri en ég hafði gert ráð fyrir.

4. Að læra almennilega að sauma á saumavél (er að fara á saumanámskeið í febrúar).

5. Að læra að hekla mér til handagagns.

Ég vona að í lok árs geti ég litið yfir farinn veg og séð e-n árangur af þessu. Ég er heldur ekki búin að gleyma því loforði að setja inn hérna myndir/leiðbeiningar fyrir föndurverkefnin mín!