Sarpur | 11:19

FF #1

7 Jan

__________________________________________________________________________________

Ég er ótrúlega spennt að prófa þennan nýja lið hérna á blogginu: Fimmtudagsföndrið. Hérna ætla ég að (reyna að) setja inn í hverri viku skemmtilegt og fjölbreytt föndur… og er nú þegar komin með fjölmargar hugmyndir!

Fyrsta færslan er áramótaspöngin sem ég bjó til.

Það sem ég notaði var hvít spöng úr föndurbúð (kostar ca. 250-350 kr), blúndur úr gardínum (keyptar í Góða hirðinum á 200 kr) og ein hvít tala (fékk hjá mömmu) + límbyssan góða.

Ég byrjaði á að velja fallegan hluta úr blúndunni til að klippa út.

Síðan stífaði ég blúndubútana upp úr sykurlausn (sykur leystur upp í vatni). Það á víst líka að vera gott að stífa upp úr undanrennu. Svo vindur maður bútana vel og festir með títuprjónum/teiknibólum á t.d. frauðplast til þerris.
Þegar þetta var allt saman orði vel þurrt og hart festi ég blúnduna á spöngina með límbyssunni (varúð, heitt lím!)
Talan var svo sett sem punkturinn yfir i-ið! 🙂

Blúndan varð ekkert voðalega stíf hjá mér og ég gat alveg beygt hana í boga yfir spöngina. Kannski væri lokahnykkurinn að spreyja yfir með stífispreyi sem fæst í stórmörkuðum.

Og hvernig líst ykkur svo á?
Fyrst að ég gat gert þetta, getið þið það líka!

(Uppruni þemamyndar: Héðan)