FF #1

7 Jan

__________________________________________________________________________________

Ég er ótrúlega spennt að prófa þennan nýja lið hérna á blogginu: Fimmtudagsföndrið. Hérna ætla ég að (reyna að) setja inn í hverri viku skemmtilegt og fjölbreytt föndur… og er nú þegar komin með fjölmargar hugmyndir!

Fyrsta færslan er áramótaspöngin sem ég bjó til.

Það sem ég notaði var hvít spöng úr föndurbúð (kostar ca. 250-350 kr), blúndur úr gardínum (keyptar í Góða hirðinum á 200 kr) og ein hvít tala (fékk hjá mömmu) + límbyssan góða.

Ég byrjaði á að velja fallegan hluta úr blúndunni til að klippa út.

Síðan stífaði ég blúndubútana upp úr sykurlausn (sykur leystur upp í vatni). Það á víst líka að vera gott að stífa upp úr undanrennu. Svo vindur maður bútana vel og festir með títuprjónum/teiknibólum á t.d. frauðplast til þerris.
Þegar þetta var allt saman orði vel þurrt og hart festi ég blúnduna á spöngina með límbyssunni (varúð, heitt lím!)
Talan var svo sett sem punkturinn yfir i-ið! 🙂

Blúndan varð ekkert voðalega stíf hjá mér og ég gat alveg beygt hana í boga yfir spöngina. Kannski væri lokahnykkurinn að spreyja yfir með stífispreyi sem fæst í stórmörkuðum.

Og hvernig líst ykkur svo á?
Fyrst að ég gat gert þetta, getið þið það líka!

(Uppruni þemamyndar: Héðan)

6 svör til “FF #1”

 1. Helga janúar 7, 2010 kl. 11:21 #

  Þetta er vægast sagt ÆÐISLEGT. Agalega ertu sniðug.
  Mikið langar mig í svona, verst að ég fæ alltaf hausverk af því að vera með spöng. Heldurðu að það sé hægt að gera svona hárband?

 2. Hilla janúar 7, 2010 kl. 11:44 #

  Þetta er ótrúlega sniðugt og ég hef líka séð spöngina með eigin augum og finnt hún ótrúlega flott!

  Mér finnst þessi stífi hugmynd snilld en er ekki viss um að eitthvað sem stífað er í undarennu lykti sérlega vel….

  En það er aldrei að vita nema maður prófi!

 3. eyrun janúar 7, 2010 kl. 11:56 #

  Helga, það er nú örugglega hægt að búa til hárband; aldrei að vita nema ég prófi það líka.
  Hilla, ég hugsaði það sama um undanrennuna!

 4. Þórdís janúar 7, 2010 kl. 12:23 #

  Þetta er æði! Er einmitt búin að láta mig dreyma um að búa til eitthvað svona hárskraut, spurning hvort maður láti verða af því fljótlega!

 5. Ingibjörg Marta janúar 7, 2010 kl. 17:15 #

  Svakalega ertu sniðug.
  Var að finna bloggið þitt aftur eftir langt hlé og mikið ofsalega er föndurdagatalið þitt sniðugt. Algjört æði. Enda fékkstu hæstu einkunn í smekklega pökkuðum gjöfum á þessu heimili þessi jólin.
  kv.
  IMB

 6. Helga janúar 11, 2010 kl. 16:29 #

  Hvað er annarst stífsprey og fæst svoleiðis virkilega í stórmörkuðum?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: