Sarpur | 09:06

FF #2

14 Jan

Eruð þið jafnspennt og ég fyrir Fimmtudagsföndri nr. 2?

Í þessari viku gerði ég minn eigin kökustand! (e. tall tier) Mig hefur lengi langað í e-n svipaðan þessum

en aldrei fundið neinn nógu fínan eða á viðráðanlegu verði! Þá er um að gera að föndra bara einn!

Ég byrjaði á því að fara tvær ferðir í Góða hirðinn og kaupa mér fallega diska, matar-og kaffidiska. Síðan keypti ég blóma- og kertastjaka til að setja á milli, ætlaði líka að nota eggjabikara en fann enga fína. Þetta er allt sem þarf auk GÓÐS postulínslíms (ég notaði Epoxy-lím sem þarf kjarnorkuvetur til að losa í sundur)

Ég merkti svo miðjuna á diskunum svo að ég gæti miðað við hana þegar ég límdi stjakana á. Því að maður lagar það ekkert svo glatt, það er bara ein tilraun!

Ég hafði stærri vasa (eiginlega ísskál) undir neðsta diskinum upp á stöðugleikann.

Límið þurfti að taka sig vel og því límdi ég þetta í nokkrum áföngum. Og á endanum lítur þetta svona út:

Ég var að hugsa hvort ég hefði átt að mála diskana hvíta en eftir á að hyggja finnst mér þetta meira töff svona. Hvað segið þið?