FF #2

14 Jan

Eruð þið jafnspennt og ég fyrir Fimmtudagsföndri nr. 2?

Í þessari viku gerði ég minn eigin kökustand! (e. tall tier) Mig hefur lengi langað í e-n svipaðan þessum

en aldrei fundið neinn nógu fínan eða á viðráðanlegu verði! Þá er um að gera að föndra bara einn!

Ég byrjaði á því að fara tvær ferðir í Góða hirðinn og kaupa mér fallega diska, matar-og kaffidiska. Síðan keypti ég blóma- og kertastjaka til að setja á milli, ætlaði líka að nota eggjabikara en fann enga fína. Þetta er allt sem þarf auk GÓÐS postulínslíms (ég notaði Epoxy-lím sem þarf kjarnorkuvetur til að losa í sundur)

Ég merkti svo miðjuna á diskunum svo að ég gæti miðað við hana þegar ég límdi stjakana á. Því að maður lagar það ekkert svo glatt, það er bara ein tilraun!

Ég hafði stærri vasa (eiginlega ísskál) undir neðsta diskinum upp á stöðugleikann.

Límið þurfti að taka sig vel og því límdi ég þetta í nokkrum áföngum. Og á endanum lítur þetta svona út:

Ég var að hugsa hvort ég hefði átt að mála diskana hvíta en eftir á að hyggja finnst mér þetta meira töff svona. Hvað segið þið?

12 svör til “FF #2”

 1. Hilla janúar 14, 2010 kl. 10:01 #

  Mér finnst þetta allgjör snilld! Að búa til sinn eigin kökudisk er geðveikt kúl!

  Þar sem ég er svo mikið fyrir einfaldan stíl þá hefði ég annað hvort reynd að finna mér diska sem væru allir með sama munstri eða málað þá á einhvern hátt og eins myndi ég vilja hafa eins standa á milli disks eitt og tvö og tvö og þrjú! En þetta er náttúrlega allt smekks atriði!

  Hvað sem mínum smekk líður þá finnst mér þessi hugmynd algjör snilld og diskurinn er flottur. Hlakka til að koma í heimssókn og fá að bragða kökur eða sælgæti af honum, já eða grænmeti :o)

 2. Helga janúar 14, 2010 kl. 11:41 #

  Mjööööög smart! Mér finnst flott að hafa diskana svona ólíka. Kemur örugglega mjög vel út á borði ef restin af borðbúnaðinum er öll hvít eða í sama lit.

 3. Helga janúar 14, 2010 kl. 11:42 #

  Ekki það að einfaldur kökustandur sem er allur í sama lit er auðvitað praktísari.
  En það sem er paktískt er ekki endilega flottast.

 4. Marín janúar 14, 2010 kl. 11:45 #

  þetta er klikk flott! og geggjuð hugmynd! Alveg þess virði að stela 🙂

 5. eyrun janúar 14, 2010 kl. 11:47 #

  Takk, stelpur!
  Ég geri kannski annan, Hilla, einlitan – finnst það líka töff.
  Helga, þú ert svo yndislega pólitískt réttsýn 🙂
  Endilega steldu, Marín – breiddu út fagnaðarerindið sem er að finna í Góða hirðinum! 🙂

 6. Diljá janúar 14, 2010 kl. 12:51 #

  Þetta er geggjað! Flottur „barnaspítala“ diskurinn, ég ætla að stela og búa mér til svona svipaðan en prófa að nota eggjabikara á milli 😉

 7. Erla janúar 14, 2010 kl. 21:02 #

  Hugmyndaflugið er greinilega í fínu lagi !! Flottur diskur – hlakka til að smakka kökurnar 🙂

 8. Marín janúar 15, 2010 kl. 10:39 #

  …svo er líka örugglega smart að finna sæta styttu til að hafa á efsta disknum, svona til að toppa þetta allt!

 9. eyrun janúar 15, 2010 kl. 11:21 #

  Frábær hugmynd, Marín 🙂 Hef augun opin næst þegar ég fer í GH design!

 10. Ragnheiður janúar 15, 2010 kl. 23:09 #

  Æi ertu að grínast!!! Alltaf ert þú að gera eitthvað brjálæðislega flott og ferlega einfalt!
  Aldrei hefði mér dottið þetta í hug. Snillingur!

 11. Erla J janúar 17, 2010 kl. 01:54 #

  Þetta er geðveikt flott hjá þér, held að ég fari strax í það að stela þessari hugmynd. Geðveikt, þarf að koma í heimsók og fá köku af kökudisknum. Já, kem á morgun 😉

 12. Bryndís febrúar 11, 2010 kl. 14:08 #

  Mjög flottur kökudiskur, aldrei hefði mér dottið í hug að búa svona til sjálf. Ég hlakka til að fara í Góða Hirðinn, aldrei að vita nema ég steli hugmyndinni ef ég finn réttu diskana 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: