FF #3

21 Jan

Í dag verður föndrið í einfaldara lagi, en þó tvenns konar. Ég veit að fólk á almennt mikið af glerkertastjökum, glervösum og -glösum sem tilvalið er að hressa aðeins upp á!

Annars vegar tók ég litla glerflösku (ávaxtadrykkjarflösku, pillaði miðann af) og einn af blúndudúkunum úr Góða hirðinum sem ég virðist alltaf enda með á kassanum 🙂
Ég klippti svo fallega dúllu út úr blúndunni:

Í þetta skiptið ákvað ég að nota bara tvöfalt límband (dobbelteip) í stað límbyssunnar, en ég er viss um að það gengur líka. Það er bara töluvert meira klessuverk. Það eina við dobbelteipið er að það kemur til með að gulna svolítið með tímanum en ég er ekki viss um að það sé svo slæmt, kemur kannski bara vel út.

Útkoman er þá á þessa leið þegar búið er að líma dúlluna á. Kannski kæmi líka vel út að lakka yfir hana, en ég nennti ekki að hafa fyrir því!

Hins vegar datt mér í hug að nota betur nótnaheftin sem ég notaði í jólapakkana og skreytti litla teljósastjaka sem ég átti:

Dobbelteipið kemur að mjög góðum notum hér líka 🙂

Þegar ég var búið að líma nótnablaðið á stjakann skar ég umfram pappírinn af.

Til þess að svona glerstjakar brenni ekki för í undirlagið er gott að setja fílt-tappa undir, eins og undir stóla.

Voilá! Nú hafið þið e-ð að gera yfir helgina 😉

2 svör til “FF #3”

  1. Hilla janúar 21, 2010 kl. 09:28 #

    Vá nótukertjastjarkarnir eru geðveikir! algjör snilld! Kemur miklu betur út en ég hefði átt von á þegar ég byrjaði að lesa!

  2. sigrúns janúar 21, 2010 kl. 14:18 #

    ógó töff

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: