Topp tónlistin 2009 (erlend)

24 Jan

Frá áramótum hefur mig langað að birta lista yfir það skemmtilegasta sem ég hlustaði á á árinu 2009. Ég var mun meðvitaðri í hlustun á erlendu efni á síðasta ári  en oft áður og það skilaði sér í mjög fjölbreyttri skemmtun og mörgum uppgötvunum (þó að þær hafi ekki allar verið frá 2009, heldur margar frá 2008 og 2007)

Hérna er listinn minn yfir bestu erlendu plöturnar 2009:

10. Kanye West – 808s and heartbreaks
Hlustaði svolítið á þessa plötu fyrri hluta árs, síðasta ár var þó ekki besta ár flytjandans (hehe). Besta lag: Say You Will.

9. Muse – The Resistance
Þessi plata kom nú ekki mikið fyrir hjá mér á síðasta ári, hef meira hlustað á hana það sem af er 2010. Inniheldur þó marga hittara, t.d. Undisclosec Desires.

8. Franz Ferdinand – Tonight: Franz Ferdinand
Hressleiki og djamm, besta lag: Hittarinn Ulysses.

7. Empire of the Sun – Walking On a Dream
Féll í stafi þegar ég heyrði í þessum svölu Áströlum, hljómurinn og raddanirnar svo skemmtilegar. Besta lag: Hittarinn Walking On a Dream og We Are the People.

6. Lily Allen – It’s Not Me It’s You
Ég fíla Lily, hún er að mörgu leyti eins og Megas okkar: Lagasmíðirnar eru mjög skemmtilegt popp og textarnir smellnir. Bestu lög: The Fear, Not Fair, 22.

5. Florence and the Machine  – Lungs
Hluti af þessari „female artist“-bylgju sem virðist vera við lýði núna (vúhú). Ógnarhress og kjaftfor. Bestu lög: Kiss with a Fist, Drumming, You’ve Got the Love og Rabbit Heart.

4. Bat For Lashes – Two Suns
Algjörlega frábær tónlistarmaður, þó að ég hafi fremur fílað fyrri plötuna hennar Fur and Gold sem heildarverk. Þessi rennur þó mjög ljúflega í gegn og ég hlakka til að heyra meira. Bestu lög: Sleep Alone, Moon and Moon, hittarinn Daniel og Pearl’s Dream.

3. Karen O and the Kids – Soundtrack from Where the Wild Things Are
Þessa tónlist uppgötvaði ég alveg óvart og finnst hún alveg hreint yndisleg. Komst að því að þessi Karen O er söngkona í hljómsveitinni The Yeah Yeah Yeahs sem ég kannast lítillega við. Fyrir ykkur sem ekki þekkið myndina (er ekki komin í sýningu hér) er hér á ferð falleg barnamynd eftir einni skemmtilegustu barnabók sem ég hef lesið. Mæli með henni – og auðvitað tónlistinni. Bestu lög: Allt saman!


2. Röyksopp – Junior
Flestir kannast nú við Norðmennina úr Röyksopp og þessi plata er algjör snilld. Þeir fá sænsku súbersöngkonurnar Robyn, Lykke Li og söngkonu The Knife í lið með sér og útkoman er svakaleg partíplata sem batnar við hverja hlustun. Bestu lög: The Girl And The Robot og It’s What I Want.

1. La Roux – In For the Kill
Uppgötvun ársins. Alveg svakalega heilsteypt og flott plata og söngkonan Eleanor Jackson algjört dúndur. Hvet alla til að kynna sér þessa plötu! Bestu lög: In for the Kill, Quicksand, hittarinn Bulletproof og Fascination.

Skelli svo inn íslensku plötunum 2009 við tækifæri!

3 svör til “Topp tónlistin 2009 (erlend)”

 1. Helga janúar 26, 2010 kl. 14:38 #

  Vííí … finnst Franz Ferdinand alveg æði.

 2. Diljá janúar 26, 2010 kl. 15:41 #

  sammála nánast öllu þarna, enda erum við duglegar að pota nýrri tónlist að hvor annarri 😉

 3. Hilla janúar 27, 2010 kl. 09:06 #

  Vá! Ég held ég hafi ekki hlustað á neinar af þessum plötum. Sé það að ég verð að fara standa mig í að hlusta á meira nýtt, maður er alltaf að hlusta á það sama.

  Margt af þessu hef ég líka aldrei heyrt um en gott að fá svona góð tips um hvað maður á að kíkja á :o)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: