FF #4

28 Jan

Í dag ætla ég að skella inn einni af jólagjöfunum 2009. Hún tók talsverðan tíma en var alveg ótrúlega gaman að gera! 🙂
Ég bjó til krans úr dúskum.

Ég byrjaði á því að fá dúskamót lánuð hjá tengdamömmu. Með þeim verður dúskagerðin leikur einn og ekkert mál að gera 10-15 dúska yfir sjónvarpinu á kvöldin. Þau líta svona út:

Leiðbeiningarnar sem ég sýni hér fæ ég frá þessum föndurbloggara því að ég tók ekki nógu góðar myndir af mínu eigin föndurferli (hennar myndir eru líka mjög góðar)!

Það sem þarf í kransinn er þykkur tágakrans (sem fæst í föndur- og blómabúðum) og a.m.k. fjórir litir af ullargarni.

Tágakransinn er síðan vafinn til að ekki flísist úr honum. Á myndunum er hann vafinn í fílt en ég vafði nú bara Vitawrapi utan um og það virkaði fínt.

Þegar dúskarnir eru gerðir er passað upp á að skilja tvo þræði eftir þegar klippt er. Ég lærði það af reynslunni því að fyrstu 20 dúskana gerði ég bara með einum þræði og endaði með því að þurfa að losa þá alla frá. Þræðirnir tveir eru svo notaðir til að binda dúskana þétt upp á kransinn.

Dúskunum er raðað þannig á kransinn að litirnir dreifist jafnt og eins að það sé regla á þeim.

Þegar kransinn er tilbúinn má sjá regluleikann í dúskunum, sbr. hér:

Í leiðbeiningunum setur hún litla hjartarstyttu neðst á kransinn upp á svona „vintage touch“.

Mér fannst það frábær hugmynd og setti lítinn hund. Þið takið kannski eftir því að kransinn minn er mun stærri en í leiðbeiningunum en mér fannst hann koma mjög vel út.

Svona krans væri jafnvel hægt að hafa uppi allt árið en ekki bara um jólin. Þetta gæti a.m.k. verið svona haustkrans – er það ekki?

Aðra dásamlega hugmynd að kransi má finna hér, hann er gerður úr fíltkúlum:

9 svör til “FF #4”

 1. Helga janúar 28, 2010 kl. 14:25 #

  Ég vil endilega benda á að þetta er MINN krans. ÉG á þennan krans og enginn annar og ÉG fékk hann í jólagjöf og hann er til skrauts fyrir ofan hurðina að MINNI íbúð.

  Og hann er ekki til sölu!

  Og þetta er ekki eina EE-föndrið í eigu minni, nó sörrí bob. Ég á sko líka sérföndraða hárspöng og ægilega fína útsaumaða mynd með texta eftir Spilverkið.

  Nú megið þið öll öfunda mig.

 2. Diljá janúar 28, 2010 kl. 20:28 #

  Öfund til Helgu…en ég fæ líka bráðum hárspöng ;p Annars finnst mér þessi flotti krans ekkert endilega jóla-jóló, gæti sómað sér vel allavega líka á haustin og svona!

 3. Erla J janúar 28, 2010 kl. 22:48 #

  Þetta er mjög sniðugt. Hvar er hægt að fá svona dúka mót, ÞAÐ er sniðugt! Og útsaumuð mynd með texta eftir Spilverkið, ætla að stela því, MEGA sniðugt.

  Siðugt er orðið 🙂

 4. Erla J janúar 29, 2010 kl. 10:44 #

  nei sniðugt með n-i!

 5. eyrun janúar 29, 2010 kl. 11:43 #

  Var ekki orðið í upphafi hugsunin eða gjörðin? Hvernig var þetta aftur, Erla? 🙂
  Takk annars fyrir skemmtunina í gær, mjög gaman!

 6. Hilla janúar 29, 2010 kl. 14:28 #

  Ég var nú búin að sjá hann þennan fyrir jólinn og finnst hann ótrúlega kúl. Og alls ekki bara jóla og er tilvalið hurðarskraut.

  Ég monta mig nú líka af því að eiga EE föndur. Á þessa glæsilegu tösku sem ég nota undir mitt eigið föndurdót!

 7. Erla J janúar 30, 2010 kl. 00:40 #

  Jú, það er rétt, „í upphafi var orðið“ og ekki orð um það meir!
  Takk sömuleiðis fyrir samveruna í gær, nú er bara að massa Þjóðleikhúsið.
  En hvar fær maður svona (takktu eftir) SNIÐUG dúska mót, annarstaðar en hjá tengdamömmu??

 8. eyrun janúar 30, 2010 kl. 22:08 #

  Sko, ég veit það ekki. Ætli þessi sniðugu mót fáist í hannyrðabúðum? Ég gæti trúað því, það var allavega til svona mót í barnaskólanum mínum… 🙂

 9. Bryndís febrúar 11, 2010 kl. 13:58 #

  Ég hef aldrei séð svona dúskamót áður, mjööög sniðugt. Kransinn er ótrúlega flottur, til lukku með hann Helga!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: