Sarpur | 09:24

FF#6

11 Feb

Föndrið mitt þessa vikuna hefur snúist um þetta blessaða teboð sem stendur til að halda seinna í dag. Það er meira sem þarf að pæla í fyrir svona dömuteboð 🙂

Fimmtudagsföndrið eru því heimildir um þennan undirbúning. Þetta útbjó ég til dæmis í gærkvöldi og glöggar tedrykkjukonur geta hugsanlega ímyndað sér hvað hér er á ferðinni:

Hér að neðan sést eina* föndrið sem ég útbjó. Þetta er forláta borði (e. garland) sem ég klippti út úr efnisbútum og strengdi á veggina. Mér finnst svona alltaf svo skemmtilegt og minnir mig pínulítið á vorið sem er örugglega alveg að koma!

(* ekki alveg eina föndrið sem ég gerði, hitt föndrið fá teboðsgestir að sjá fyrstir)

Svo er það meiri veitingaundirbúningur. Víí, ég hlakka til!