FF #9

4 Mar

Í dag er fimmtudagsföndrið dálítið sögulegt – því að það er fyrsta saumavélarsaumaða föndrið! Ég hef hægt og bítandi verið að yfirvinna áralanga óbeit mína á saumavélum og var m.a.s. að klára saumanámskeið!
Ég ákvað því að nota mér hugmynd sem námskeiðshaldarinn Helga Rún kom með og sauma mér kraga/hálstau.
Hún benti okkur á heildsölu sem selur jersey-efni sem er ofið í hring og maður getur keypt sér í metravís og klippt niður. Ég keypti svona páskagult efni 😉

Klippti svo efnið í 70 cm hólk. Úr hólkinum klippti ég dálítinn bút sem ég ætlaði að sauma blúndu á.

Svo festi ég blúnduna á efnisbútinn og saumaði saman. Þegar það var svo komið saumaði ég efnisbútinn við hólkinn svo að hann varð aftur heill.

Að lokum ákvað ég að skreyta neðri kantinn með blúndu – af því að maður getur aldrei verið með of mikið af blúndum 😉

Þetta lítur svo svona út að lokum – og tók ekki nema klukkutíma að gera!

Þá er að smella kraganum á sig:

Voilá! 🙂 Skín svo eins og sól í heiði. Er það ekki akkúrat eitthvað sem okkur vantar núna í kuldanum og snjónum?!

7 svör til “FF #9”

 1. Diljá mars 4, 2010 kl. 08:38 #

  Þetta finnst mér glæsilegur kragi 🙂

 2. Hilla mars 4, 2010 kl. 09:30 #

  Ó mæ! Þetta er ekkert smá flott!

 3. Helga mars 4, 2010 kl. 10:00 #

  Æðislegt! Þú verður smartasti páskaunginn á svæðinu.

 4. Pálína mars 5, 2010 kl. 09:45 #

  Hvar get ég lagt inn pöntun? 😀 Langar í líka!

 5. Þóra Kristín mars 5, 2010 kl. 10:14 #

  Ekkert smá töff 🙂

 6. Kristjana mars 25, 2010 kl. 12:21 #

  Þetta er ógeðslega flott! Ertu til í að gefa upp hernaðarleyndarmál eins og hvar þú keyptir jersey efnið? 🙂

  • eyrun mars 25, 2010 kl. 13:08 #

   Jersey-efnið var keypt í heildsölunni S.Ármann Magnússon – sem er eiginlega við hliðina á Blómavali í Skútuvogi. Ferlega sniðugt og í mörgum litum 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: