FF #10

11 Mar

Föndur dagsins kemur af fundi Föndurheimsveldisins sem hittist í gærkvöldi. Þar var mikið um dýrðir og hin ótrúlegustu föndur litu dagsins ljós. Ég tók mig til og bjó til hárspennu og tvo hringa.

Spennan var ákaflega einföld og það eina sem ég þurfti var nál og tvinni, hvítt tjull sem ég keypti í Vogue, lím og blúnda (nema hvað ;)).

Til skreytingar setti ég gamlan stakan eyrnalokk sem ég hafði fengið gefins.

Tjullið og blúnduna braut ég saman og saumaði í nokkurs konar fellingu.

Síðan límdi ég eyrnalokkinn framan á með límbyssu. Til þess að loka saumnum að aftan setti ég lítinn hvítan fíltbút. Annan fíltbút setti ég inn í spennuna sjálfa og límdi þá svo saman svo að skreytingin detti ekki af spennunni.

Voilá! Hugmyndina fékk ég héðan!

Síðan skáldaði ég tvo hringa sem ég gerði úr borðum. Ég hafði séð þá einhvers staðar en gat ómögulega munað hvernig þeir voru gerðir.

Það sem ég notaði var nál og tvinni, frekar þykkur borði, perlur eða tölur, gömul hárteygja sem var farin að slitna svolítið og lím.

Ég byrjaði á að þræða borðann með tvinnanum.

Síðan rykkti ég hann saman og saumaði eins og mér fannst fallegast. Ofan á rykkinguna saumaði ég perlur og tölur. Síðan setti ég einn límdropa undir og límdi teygjuna, hæfilega stóra fyrir fingurinn á mér.

Svona litu hringarnir út á endanum. Fljótlegt og ódýrt skart!

5 svör til “FF #10”

 1. hildurflovenz mars 11, 2010 kl. 09:39 #

  Þetta var náttúrlega sérstaklega góður fundur! Og afrakstur þinn sérstaklega flottur að vanda!

  Ég er strax farinn að hlakka til næsta funds í heimsveldinu!

 2. Helga mars 11, 2010 kl. 09:52 #

  Þetta er gott heimsveldi. Ég held að föndurheimsveldi séu miklu betri en öll önnur heimsveldi. Þetta er líka svo friðsælt.

  Og smart. Megum ekki gleyma smartheitum.

  • eyrun mars 11, 2010 kl. 13:22 #

   Það er aðallega smart. Og leynilegt.
   En líka ljúft og friðsælt. Það er þó aldrei að vita hverju einræðisherra föndurheimsveldisins tekur upp á!

   • Helga mars 12, 2010 kl. 15:12 #

    Iss, þú nennir ekki einu sinni að fara og kaupa þér súkkulaði. Hvað heldurðu að þú nennir að standa í einhverju valdabrölti …

 3. Hildur Jóna mars 11, 2010 kl. 14:28 #

  Bíddu bíddu! Þarf ekki að halda kosningar áður en forsetaembætti er breytt í einræðisherratign? Eða er þetta hallarbyltingin margumtalaða?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: