FF #12

25 Mar

Föndur dagsins spratt út frá hugmynd að hálsmeni sem ég rakst á á netvafrinu mínu. Héðan fékk ég hugmyndina. En þetta er hálsmenið sem ég skoðaði á Anthropologie.com og kostar $42:

Hugmyndin er frekar einföld; að sauma saman reipi! Ég var hins vegar ekki á þeim buxunum að kaupa mér hvítt reipi bara til að föndra úr (og ekki átti ég til reipi sem ég vildi klippa niður). Reipið á fyrirmyndinni var hvítt og því í sjóarastílnum/matrósastílnum en ég ætlaði nú ekki að setja það neitt sérstaklega fyrir mig.

Svarið kom þegar ég rakst á gardínuhanka með dúski, eins og voru festir á þungu gluggatjöldin í gamla daga. Svoleiðis hanka sá ég í Vogue á 450.- stk. en keypti einn bleikan í Góða hirðinum á 100.-

Á myndinni sést dúskafestingin vel og ég er viss um að allir kannast við kauða!

Sem skraut notaði ég eyrnalokk sem ég keypti e-n tímann fyrir slikk og  hafði brotnað. Ég gekk svo frá endunum með föndurvír.

En fyrst af öllu var að sauma reipið saman. Ég lagði það á sama hátt og reipið í Anthropologie-hálsmeninu og saumaði á köntunum.

Svona lítur það þá út!

Endunum hætti til að trosna í sundur þannig að ég vafði aðeins límbandi utan um og límdi þá svo saman með límbyssunni. Að lokum vafði ég föndurvírnum þétt utan um. Núna er það svo vítt að ég get sett það yfir höfuðið en ef ég vildi stytta hálsmenið þyrfti ég að ganga öðruvísi frá endunum.

Að lokum límdi ég fyrrverandi eyrnalokkinn á með límbyssunni – sem skraut!

Útkoman er svona!

8 svör til “FF #12”

 1. Pálína mars 25, 2010 kl. 08:50 #

  Glæsilegt! Anthropologie er ein uppáhaldsbúðin mín hérna… en hún er aðeins of dýr fyrir fátækan námsmann! Rakst á æðislegan kjól þar um daginn, verst að það væri ekkert sérstaklega auðvelt að föndra einn þannig heima!

  • eyrun mars 25, 2010 kl. 08:55 #

   Einmitt, ég fíla Anthropologie í botn, hef reyndar bara skoðað hana á netinu. Það má nú sauma kjóla ef maður er útsjónarsamur – en þú kannski pakkaðir ekki saumavélinni með!? 🙂

 2. Helga mars 25, 2010 kl. 09:25 #

  Noh! Þetta er svaka fínt og „hönnunarlegt“. Til lukku með þetta, ljúfan mín.

 3. Hlíf mars 25, 2010 kl. 09:37 #

  Verð að segja, mér finnst þitt miklu flottara en frummyndin!

 4. Hilla mars 25, 2010 kl. 09:41 #

  Er sammála Hlíf, þitt er flottara en frummyndin. En það er allveg ljóst að ég verð að fara skoða þessa síðu!

 5. eyrun mars 25, 2010 kl. 13:23 #

  Takk fyrir það stúlkur, hvíta reipið er náttúrulega grófara, en sú hálsfesti finnst mér svakalega töff. 🙂

 6. Marín mars 30, 2010 kl. 15:02 #

  þú ert algjör snillingur! Elska að skoða hvað þú ert að gera 🙂 fíla það líka að fimmtudagsföndrið færi sig framar í vikunni 😉

  • eyrun mars 31, 2010 kl. 08:32 #

   Takk 🙂 – ég hlakka til að sjá hvort ég næ að beina föndurkraftinum í fatasköpun, því að hingað til hef ég ekki haft mikið af saumavélum að segja (hehe)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: