FF #13

1 Apr

Ég læt ekki mitt eftir liggja í páskaföndrinu frekar í jólaföndrinu og í dag, skírdag, ætla ég að sýna ykkur þrjár týpur af páskaeggjaskrauti – því páskarnir snúast eins og allir vita einungis um egg! 🙂

1. ULLAREGGIN

Þessa hugmynd rakst ég á í bókinni Föndur fyrir alla fjölskylduna, en þar voru reyndar notuð tréegg. Ég notaði lítil pappaegg með páskamyndum sem ég keypti einhvern tímann og eru um 1/2 af stærð venjulegs hænueggs. Síðan var ég með ullargarn úr Europris, trélím+vatn og nokkra títuprjóna.

Eggin sjást hér – utan á bókinni! (margt mjög sniðugt árstíðarskraut í henni, KP! :))

Eins og segir í bókinni er gengið frá endanum á bandinu á breiðari enda eggsins og títuprjóni stungið í það til að festa. Síðan er það vætt í lími og vafið þétt utan um.

Gengið er frá bandinu á mjóa endanum á sama hátt, með því að binda örlítinn hnút og festa niður með títuprjón.

Útkoman verður þá sisvona:

Þornuð líta eggin svona út. Í bókinni segir líka að það sé sniðugt að grunna eggin í sama lit og bandið. Kannski ég geri það næstu páska. Þá sést ekki skærliti bakgrunnurinn í gegn.

2. BLÁSNU EGGIN

Þessa hugmynd fékk ég frá Föndurheimsveldis-samherjanum KP sem skreytir páskaegg af miklum móð. Ég hafði bara blásið egg og málað örsjaldan þegar ég var lítil en ákvað að slá til.

Það sem ég notaði voru hænuegg, matarlitur (rauður, gulur og grænn), vatn og nál til að gera gat á eggin. Gott er að blanda matarediki út í vatn+matarlit, þá þekur liturinn betur.

Stungið er gat á eggið á báðum endum. Síðan er nálinni/títuprjóni stungið inn í eggið og rauðan sprengd. Það skiptir svolitlu máli til að auðvelda blásturinn.

ÁPB var dugnaðarforkur að blása úr eggjunum!

Síðan voru eggin lituð og látin þorna.

Ég stillti þeim upp á flöskutappa til að þau þornuðu jafnt og að allur vökvi sem safnaðist inni í þeim rynni út. Eins og sést tókst mér ekkert alltof vel upp með sum (brotin skurn o.fl.)

Þá var bara að skreyta þau! Ég notaði ýmislegt til að skreyta; borða, blúndur, glansmyndir, perlur, pappírsdúllur og auðvitað límbyssu!

Afraksturinn varð svona:

Hér gefur að líta eggin hennar KP – mun fegurra handbragð, verð ég að segja:

Páskaskreytingin á heimilinu!

3. GLIMMER-EGGIN

Mér datt í hug að kannski væri gaman að prófa að setja glimmer á pappaeggin sem mér fannst vera pínuþreytt. Þannig að ég notaði fljótandi lím og glimmerduft…

dýfði eggjunum í duftið…

… og lét þorna!

GLEÐILEGA PÁSKA! –


2 svör til “FF #13”

 1. Helga apríl 1, 2010 kl. 10:26 #

  Ji minn eini! Það sem þú nennir að dúlla þér kona!
  Skrauteggin eru öll með tölu dásamleg, alveg eins og þú.

  Svo má auðvitað bæta því við að dúkurinn sem sést á neðstu myndinni er að sjálfsögðu útsaumaður af föndurmeistaranum sjálfum!

 2. Karen P. apríl 1, 2010 kl. 10:55 #

  Gaman að sjá hugmyndinar og eggin þín! Rosa fínt páskaskraut.
  Ég þarf að fá að sjá þessa bók næst þegar við hittumst 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: